Biðlar til þjóðarinnar að veitast ekki að Ítölum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 14:52 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til Íslendinga að veitast ekki að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu vegna kórónuveirunnar. Fregnir, þó óstaðfestar séu, hafa borist af slíku undanfarna daga. Öll staðfest smit á Íslandi má rekja til Ítalíu og hefur allt landið nú verið skilgreint sem hættusvæði. Vakin var athygli á því inni í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar nú um helgina að ítölskum ferðamönnum hefði verið sýnd óvild og ókurteisi eftir að fregnir fóru að berast af kórónuveirusmitum þaðan. Mbl greindi svo frá því í gær að ítölskum hjónum um sjötugt hefði verið neitað um afgreiðslu í verslun á Suðurlandi á laugardag. Þau hefðu fengið viðkvæðið: „Ítalir eru ekki leyfðir hér“ er þau gengu inn í verslunina. Aðstandendur verslunarinnar segja þó í samtali við Mbl í dag að hjónunum hafi ekki verið vísað út vegna þjóðernis heldur vegna þess að búðin var ekki tilbúin til opnunar. Frá fundi landlæknisembættisins og almannavarna vegna kórónuveirunnar klukkan 14 í dag. Ítalir eru fórnarlömbin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þessi mál sérstaklega til umfjöllunar á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann benti á að nú bærust fréttir af því að ítalskir ferðamenn yrðu fyrir aðkasti hér á landi vegna veirunnar. Hvort sem þær fréttir væru sannar eður ei bað Þórólfur Íslendinga um að gera það alls ekki. Ítalir væru fórnarlömb í þessu máli. „Ég biðla til fólks að vera ekki að veitast að Ítölum eða veita þeim lélega þjónustu,“ sagði Þórólfur. „Ég vil biðla til þjóðarinnar að gera það alls ekki.“ Þá voru landsmenn hvattir til að fylgjast áfram með þróun mála í fjölmiðlum. Staðfest kórónuveirusmit á Íslandi eru enn þrjú, líkt og í gær. Þá eru enn vel á þriðja hundrað manns í sóttkví hér á landi og fleiri munu bætast við. Fólki er bent á að upplýsingar birtast einnig jafnóðum á vef landlæknisembættisins. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Wuhan-veiran Almannavarnir Tengdar fréttir Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36 Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 13:36
Telja sóttkví falla undir veikindarétt Verkalýðsfélög telja að fólk sem fer í sóttkví eigi rétt á greiðslum vegna veikindadaga, sama hvort það er sjálft veikt eða ekki. 2. mars 2020 14:22
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00