Tveggja ára barn á meðal þeirra sem slösuðu sig á flugeldum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 10:17 Um tíu manns leituðu á bráðamóttöku í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Vísir/Vilhelm Um tíu manns leituð á bráðamóttöku Landspítalans í nótt eftir að hafa slasað sig á flugeldum. Fimm þeirra voru börn en það yngsta var tveggja ára. Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“ Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nokkuð álag var á bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Frá því klukkan átta í gærkvöldi og þar til klukkan átta í morgun leituðu þangað ríflega sextíu manns. „Nóttin gekk ágætlega. Það var töluvert álag á bráðamóttökunni. Margir sem þurftu að leita til okkar vegna áverka og veikinda í tengslum við skemmtanahald. Við fengum nokkra sem voru með alvarlegri brunaáverka og það hafa verið í kringum tíu flugeldaslys síðasta sólarhring,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. „Við sáum svolítið af börnum undir átján ára sem lentu í alvarlegum flugeldaslysum,“ segir Jón Magnús og að fimm börn hafa leitað á bráðamóttökuna í nótt vegna flugeldaslysa. Það yngsta sem komið var með eftir að það slasaði sig var tveggja ára. „Við höfum ekki nein tilvik þar sem verið var að fikta með flugelda. Heldur annars vegar bara hrein óhöpp og hins vegar þar sem að flugeldar hafa ekki sprungið eins og til stóð,“ segir Jón og að mest hafi verið um bruna að ræða. „Það voru einstaklingar sem þurftu að leggjast inn vegna áverka sem þeir fengu af flugeldum.“ Hann tekur þó fram að flestir hafi verið með viðeigandi hlífðarbúnað, sérstaklega börnin. Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.Vísir/Egill Álagið sambærilegt fyrri árum Jón Magnús segir að álagið hafa verið svipað á deildinni og nýársnætur árin á undan. Ástæðurnar fyrir komum á nýársnótt séu alla jafnan svipaðar. „Það var töluvert í tengslum við ölvun. Lítið í tengslum við fíkniefni og síðan var töluvert um að fólk leitaði til okkar vegna andlegrar vanlíðunar.“ Mikil svifryksmengun myndaðist í kringum miðnætti í höfuðborginni vegna flugelda sem skotið var upp. Fyrir nokkrum árum myndaðist svipað ástand í borginni og þurftu þá nokkrir á leita á spítalann vegna öndunarerfiðleika. Jón Magnús segir engan hafa leitað vegna þessa á bráðamóttökuna í nótt. „Sem betur fer höfum við ekki þurft að leggja inn neinn á spítalann vegna afleiðinga þess enn sem komið er. Þau einkenni geta hins vegar komið svolítið seinna. Þannig það gæti alveg í komið í dag eða á morgun þau einkenni líka.“
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira