Þegar nýtt ár gekk í garð opnaði um leið fyrir félagaskipti í enska boltanum og hefur Arsenal þegar losað sig við einn leikmann þar sem Sead Kolasinac gekk í raðir Schalke 04 um áramótin.
Arteta tók við stjórnartaumunum hjá Arsenal á síðasta tímabili og hefur ekki farið leynt með það að hann vilji gera miklar breytingar.
„Við erum með stóran hóp og vitum af því. Það voru hlutir sem áttu að gerast síðastliðið sumar sem gerðust ekki af ýmsum ástæðum,“ segir Arteta.
Emi Martinez og Henrikh Mkhitaryan voru seldir frá félaginu síðasta sumar auk þess sem Lucas Torreira og Matteo Guendouzi voru lánaðir burt. Þá reyndi félagið, án árangurs, að losa sig við sinn launahæsta leikmann, Mesut Özil. Landi hans, Shkodran Mustafi, er einnig talinn vera á sölulista.
„Það eru nokkrir leikmenn sem verða seldir eða lánaðir burt. Það er forgangsatriði hjá okkur í augnablikinu. Ef vel gengur sjáum við til hvort við höfum tækifæri til að sækja leikmenn í þær stöður sem okkur vantar í,“ segir Arteta.
Mikel Arteta admits players leaving Arsenal is the priority in January...
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2020
Sky Sports News in 60 seconds | @TAGHeuer pic.twitter.com/T0WvkUXKmP