Möguleg lausn að banna stórar skotkökur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 12:55 Víða í höfuðborginni var skyggni lítið á miðnætti vegna mikils reykjarmökks. Vísir/Egill Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda. Höfuðborgarbúar urðu margir hverjir varir við mikla svifryksmengun í nótt. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að veðrið hafi haft sitt að segja. „Þetta var alveg viðbúið bara miðað við mikla flugeldasölu sem björgunarsveitirnar voru búnar að segja að hefði verið. Góð sala og svona hægviðri. Þá var þetta algjörlega viðbúið og fyrirsjáanlegt.“ Þannig mældist mengunin yfir eitt þúsund míkrógrömm á rúmmetra á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem þykir mjög mikið. Vegna fyrirkomulags mælinga liggja heildartölur ekki fyrir fyrr en í kvöld en Þorsteinn á von á að svifryksmengun hafi verið yfir heilsuverndarmörkum. „Þetta eru bara mjög há gildi og við erum ekki sjá svona há gildi í öðrum löndum á gamlársdag eða á nýársnótt. Við erum bara að skjóta mjög miklu upp og miklu meira hlutfallslega heldur en aðrar þjóðir og við erum að skjóta kannski, eins og ég hef sagt áður, svipuðu magni eins og Svíar og þeir eru tíu milljónir og við erum þrjú hundruð og sextíu þúsund. Þannig að þetta er mikill massi af flugeldum sem er skotið upp á afmörkuðu svæði á stuttum tíma sem að skapar bara þessa mjög miklu mengun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla svifryksmengun hafa mælst í höfuðborginni í nótt. Vísir/Egill Þorsteinn segir ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til að sporna við að þetta miklu magni af flugeldum sé skotið upp hér á landi. Hann segir að síðustu ár hafi verið flutt inn til landsins í kringum sex hundruð tonn af flugeldum á hverju ári. Skoðað hafi verið að stytta sölutímabilið þetta árið en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafi líka verið skoðað að stytta tímabilið sem skjóta megi upp. Þá segir Þorsteinn hægt að fara fleiri leiðir til að draga úr mengun um áramótin. „Það er hugsanlega ein leiðin að setja hreinlega bara kvóta og jafnvel trappa það niður á einhverjum árum niður í eitthvað svona ásættanlegra magn og kannski velja úr ákveðnar vörur sem hérna væru hugsanlega bannaðar og það eru líklega þessar stóru kökur sem að búa til þessa mestu mengun. Þær skjóta ekki mjög hátt upp og miklu magni og það er eiginlega má segja mengunarmagnið fer nánast eftir þyngd vörunnar.“ Þorsteinn bendir á að umræðan um fjármagn til björgunarsveitanna sé oft fyrirferðamikil þegar rætt er um að draga úr flugeldasölu. Það sé hægt að tryggja fjármagn björgunarsveitanna með öðrum hætti. Hann segir mengunina sem myndaðist í gær hafa verið skaðlega heilsu fólks en því lengur sem mengunin vari því skaðlegri sé hún. Þetta svifryk sem myndaðist í nótt sé verstu tegundin af svifryki en það sé mjög fínt og eigi greiða leið í öndunarfæri fólks. „Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir fara bara í astmakast á bara klukkutíma.“ Flugeldar Heilsa Umhverfismál Áramót Tengdar fréttir Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu margir hverjir varir við mikla svifryksmengun í nótt. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að veðrið hafi haft sitt að segja. „Þetta var alveg viðbúið bara miðað við mikla flugeldasölu sem björgunarsveitirnar voru búnar að segja að hefði verið. Góð sala og svona hægviðri. Þá var þetta algjörlega viðbúið og fyrirsjáanlegt.“ Þannig mældist mengunin yfir eitt þúsund míkrógrömm á rúmmetra á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem þykir mjög mikið. Vegna fyrirkomulags mælinga liggja heildartölur ekki fyrir fyrr en í kvöld en Þorsteinn á von á að svifryksmengun hafi verið yfir heilsuverndarmörkum. „Þetta eru bara mjög há gildi og við erum ekki sjá svona há gildi í öðrum löndum á gamlársdag eða á nýársnótt. Við erum bara að skjóta mjög miklu upp og miklu meira hlutfallslega heldur en aðrar þjóðir og við erum að skjóta kannski, eins og ég hef sagt áður, svipuðu magni eins og Svíar og þeir eru tíu milljónir og við erum þrjú hundruð og sextíu þúsund. Þannig að þetta er mikill massi af flugeldum sem er skotið upp á afmörkuðu svæði á stuttum tíma sem að skapar bara þessa mjög miklu mengun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla svifryksmengun hafa mælst í höfuðborginni í nótt. Vísir/Egill Þorsteinn segir ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til að sporna við að þetta miklu magni af flugeldum sé skotið upp hér á landi. Hann segir að síðustu ár hafi verið flutt inn til landsins í kringum sex hundruð tonn af flugeldum á hverju ári. Skoðað hafi verið að stytta sölutímabilið þetta árið en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafi líka verið skoðað að stytta tímabilið sem skjóta megi upp. Þá segir Þorsteinn hægt að fara fleiri leiðir til að draga úr mengun um áramótin. „Það er hugsanlega ein leiðin að setja hreinlega bara kvóta og jafnvel trappa það niður á einhverjum árum niður í eitthvað svona ásættanlegra magn og kannski velja úr ákveðnar vörur sem hérna væru hugsanlega bannaðar og það eru líklega þessar stóru kökur sem að búa til þessa mestu mengun. Þær skjóta ekki mjög hátt upp og miklu magni og það er eiginlega má segja mengunarmagnið fer nánast eftir þyngd vörunnar.“ Þorsteinn bendir á að umræðan um fjármagn til björgunarsveitanna sé oft fyrirferðamikil þegar rætt er um að draga úr flugeldasölu. Það sé hægt að tryggja fjármagn björgunarsveitanna með öðrum hætti. Hann segir mengunina sem myndaðist í gær hafa verið skaðlega heilsu fólks en því lengur sem mengunin vari því skaðlegri sé hún. Þetta svifryk sem myndaðist í nótt sé verstu tegundin af svifryki en það sé mjög fínt og eigi greiða leið í öndunarfæri fólks. „Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir fara bara í astmakast á bara klukkutíma.“
Flugeldar Heilsa Umhverfismál Áramót Tengdar fréttir Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00