Skyndihlýnun í austri vísbending um rólegri vetur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 17:21 Óvíst er ennþá hvaða áhrif nákvæmlega skyndihlýnunin muni hafa á veðurfar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar. Veður Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Þetta hefur oftast nær í för með sér að það verður minna um lægðir, þær eru grynnri og stundum háþrýstingur yfir landinu. En það er mesta óvissan um hitann,“ segir Einar sem fjallar ítarlega um fyrirbærið í grein sem hann birti á vef sínum í dag. „Það fylgir þessu svona yfirleitt meiri rólegheit heldur en við eigum að venjast að vetrinum og raunar gæti þetta farið svo að veðrið yrði algjörlega andstætt því sem að var í fyrra þegar það var mikill gassagangur og lágur loftþrýstingur og djúpar lægðir,“ útskýrir Einar. Áhrif skyndihlýnunarinnar á veðurfar hér á landi muni koma í ljós eftir um það bil viku tíma. „Þetta er dálitla stund að ná niður.“ Er tilefni til bjartsýni, um að veturinn verði þá ekki svo harður? „Það fer eftir því hvað við köllum harðan vetur. Það er alla veganna bjartsýni á að næstu vikur, sem eru miðpunktur veturs, verði ekki rosalega stormasamar,“ svarar Einar. Spurður hvort eitthvað sé óvenjulegt við þessa skyndihlýnun nú, samanborið við það sem þekkist, segir hann ekkert vitað um það. Skyndihlýnun að vetri hafi þó á allra síðustu árum ekki endilega hitt á þennan árstíma. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Við fengum eina 2018 sem var seinna, þá var veður mjög einsleitt allan marsmánuð útaf þessu. En það sem að einkennir þetta oft og tíðum, þegar það hægir svona á hringrásinni, þá kólnar dálítið yfir meginlöndunum. Það kólnar dálítið yfir Vestur-Evrópu, það er algengt,“ útskýrir Einar. „Það verður líka oft og tíðum kalt í Norður-Ameríku, sums staðar í Bandaríkjunum, og svo auðvitað fylgja þessu gjarnan miklir kuldar í Síberíu,“ bætir hann við. „Ástæðan fyrir að þetta gerist er að það verður með einhverjum hætti að það berst einhver varma- eða hreyfiorka af miðbaugssvæðum og það eru einhverjar bylgjur sem að rísa upp í heiðhvolfið og velta þar öllu við þannig að við getum sagt að það sé sparkað í hringrásina og hún truflast.“ Við þessa hlýnun í heiðhvolfinu slakni á öllu í einhverjar vikur en venjan sé sú að þetta sé árstíðabundið. „Það er öflugur heimsskautahvirfill alltaf að vetrinum á norðurhveli jarðar, og svo veikist hann og hann deyr alveg í kringum sumardaginn fyrsta,“ segir Einar. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. „Þetta er náttúrulegur breytileiki sem að menn eru smám saman að læra að þekkja betur inn á og ég hef ekki séð neitt um það að þetta tengist loftslagsbreytingum með nokkrum hætti,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent