Ísland í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólusettir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 16:00 Hópur heilbrigðisstarfsmanna hefur þegar fengið fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Vísir/Vilhelm Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði. Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Ísrael það ríki sem hefur bólusett hvað flesta íbúa eða um það bil tólf prósent þjóðarinnar. Samkvæmt tölfræðinni eins og staðan er þegar þetta er skrifað hafa 12,59 af hverjum hundrað íbúum í Ísrael fengið fyrstu sprautuna gegn covid-19. Þá koma Barein, Skotland og Norður-Írland og síðan Ísland í fimmta sæti þar sem 1,43 af hverjum hundrað hafa fengið fyrstu sprautuna. Rétt er að taka fram að misjafnt er hversu nýlegar tölurnar eru frá hverju ríki og má því ætla að listinn breytist eftir því sem bólusetningu miðar áfram í hverju ríki. Þannig var Ísland í fjórða sæti listans þegar Rúv skrifaði frétt um málið í gær. Aðeins ein sending af bóluefni er þegar komin til landsins sem í voru um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst binda vonir við að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi þessa árs. Seinni fasi í bólusetningu þeirra sem þegar hafa fengið fyrsta skammtinn af bóluefni gegn covid-19 á Íslandi hefst upp úr miðjum janúar. Líkt og kunnugt er þarf tvo skammta af því bóluefni sem þegar er komið í umferð en líða þurfa um þrjár vikur á milli skammta. „Það er bara núna einhvern tímann eftir miðjan janúar sem næsti fasi er. Það er náttúrlega búið að bólusetja ákveðinn hluta af fólki og seinni bólusetningin fyrir þann hóp, það bóluefni er til og er klárt og var í sömu sendingu. Þannig að það er allt saman tilbúið. Þetta er í kringum þremur vikum seinna sem næsta bólusetning er þannig að það í sjálfu sér styttist bara í það verkefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Moderna fái markaðsleyfi á Íslandi á þirðjudag Hann hafi ekki upplýsingar um það hvenær næsta sending af bóluefni komi til landsins. „Ég er ekki með neinar dagsetningar á því. En það er erfitt að segja fyrr en það er í hendi,“ segir Rögnvaldur. Til þessa er bóluefni Pfizer/BioNTech það eina sem komið er í umferð hér á landi. Útlit er fyrir að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun. Forstjóri Lyfjastofnunar segir í samtali við mbl.is í dag að ef allt gangi að óskum fái bóluefni Moderna markaðsleyfi hér á landi á þriðjudaginn. Þá er enn óvíst hvenær fyrstu skammtar bóluefnisins komi til landsins en Íslensk stjórnvöld hafa gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefninu sem ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund einstaklinga. Rögnvaldur segir mikilvægt að halda áfram að fara varlega jafnvel þótt bólusetning sé hafin. Í gær greindust fjórir með veiruna innanlands en fjórtán á landamærum. „Þetta er náttúrlega ekki búið og við verðum bara að halda vöku okkar áfram. Og líka þetta sem við erum að sjá á landamærunum, það er bara fyllsta ástæða til að halda vöku og biðja þá sem eru að koma heim að passa sig og fylgjast vel með einkennum og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru varðandi sóttkví og einangrun,“ segir Rögnvaldur. Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um í gær er Ísrael það ríki sem hefur bólusett hvað flesta íbúa eða um það bil tólf prósent þjóðarinnar. Samkvæmt tölfræðinni eins og staðan er þegar þetta er skrifað hafa 12,59 af hverjum hundrað íbúum í Ísrael fengið fyrstu sprautuna gegn covid-19. Þá koma Barein, Skotland og Norður-Írland og síðan Ísland í fimmta sæti þar sem 1,43 af hverjum hundrað hafa fengið fyrstu sprautuna. Rétt er að taka fram að misjafnt er hversu nýlegar tölurnar eru frá hverju ríki og má því ætla að listinn breytist eftir því sem bólusetningu miðar áfram í hverju ríki. Þannig var Ísland í fjórða sæti listans þegar Rúv skrifaði frétt um málið í gær. Aðeins ein sending af bóluefni er þegar komin til landsins sem í voru um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst binda vonir við að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar á fyrri helmingi þessa árs. Seinni fasi í bólusetningu þeirra sem þegar hafa fengið fyrsta skammtinn af bóluefni gegn covid-19 á Íslandi hefst upp úr miðjum janúar. Líkt og kunnugt er þarf tvo skammta af því bóluefni sem þegar er komið í umferð en líða þurfa um þrjár vikur á milli skammta. „Það er bara núna einhvern tímann eftir miðjan janúar sem næsti fasi er. Það er náttúrlega búið að bólusetja ákveðinn hluta af fólki og seinni bólusetningin fyrir þann hóp, það bóluefni er til og er klárt og var í sömu sendingu. Þannig að það er allt saman tilbúið. Þetta er í kringum þremur vikum seinna sem næsta bólusetning er þannig að það í sjálfu sér styttist bara í það verkefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Moderna fái markaðsleyfi á Íslandi á þirðjudag Hann hafi ekki upplýsingar um það hvenær næsta sending af bóluefni komi til landsins. „Ég er ekki með neinar dagsetningar á því. En það er erfitt að segja fyrr en það er í hendi,“ segir Rögnvaldur. Til þessa er bóluefni Pfizer/BioNTech það eina sem komið er í umferð hér á landi. Útlit er fyrir að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun. Forstjóri Lyfjastofnunar segir í samtali við mbl.is í dag að ef allt gangi að óskum fái bóluefni Moderna markaðsleyfi hér á landi á þriðjudaginn. Þá er enn óvíst hvenær fyrstu skammtar bóluefnisins komi til landsins en Íslensk stjórnvöld hafa gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefninu sem ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund einstaklinga. Rögnvaldur segir mikilvægt að halda áfram að fara varlega jafnvel þótt bólusetning sé hafin. Í gær greindust fjórir með veiruna innanlands en fjórtán á landamærum. „Þetta er náttúrlega ekki búið og við verðum bara að halda vöku okkar áfram. Og líka þetta sem við erum að sjá á landamærunum, það er bara fyllsta ástæða til að halda vöku og biðja þá sem eru að koma heim að passa sig og fylgjast vel með einkennum og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru varðandi sóttkví og einangrun,“ segir Rögnvaldur.
Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent