Heimsmeistari sex árum eftir að hann hætti í ruðningi og byrjaði í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 08:31 Gerwyn Price með Sid Waddell bikarinn. getty/Luke Walker Aðeins sex ár eru síðan nýkrýndi heimsmeistarinn Gerwyn Price hætti að spila ruðning og byrjaði að keppa í pílukasti. Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Wales Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Wales Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira