Útgöngubann á Englandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Heathcliff O'Malley - WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sagði Johnson að sökum mikillar uppsveiflu faraldursins í Englandi væri ljóst að grípa þyrfti til harðari aðgerða en hafa verið í gildi að undanförnu. Fólki verði að miklu leyti gert að halda sig heima, nema brýn nauðsyn kalli á annað. Undir það falla meðal annars ferðir til að versla matvörur og lyf. Útgöngubannið tekur gildi á miðnætti. Sagði Johnson að hægt yrði af aflétta því um miðjan febrúar næstkomandi, ef vel gengi að koma böndum á faraldurinn. Þá verður fólki sem hefur kost á að vinna heima gert að gera það. Skólum á grunnskólastigi, fyrir fimm til 16 ára nemendur, verður þá gert að færa kennslufyrirkomulag sitt yfir á rafrænt form. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sökum þessa væri „ekki sanngjarnt“ að nemendur á því skólastigi yrðu látnir þreyta próf í vor. Fyrr í dag var tilkynnt um sambærilegt útgöngubann í Skotlandi. Skólar geti verið „miðstöð fyrir smitbera“ Johnson sagðist í ávarpi sínu skilja vel þau „óþægindi og stress“ sem lokanir skóla muni hafa í för með sér, bæði fyrir nemendur og foreldra. Ríkisstjórnin hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að halda skólum opnum. „Vandamálið er ekki að skólar séu ekki öruggir staðir fyrir börnin,“ sagði Johnson og bætti við að enn væri ekki talin mikil hætta á að börn veiktust alvarlega af Covid-19. Hann sagði hins vegar að skólar, ef þeim væri haldið opnum í núverandi ástandi, gætu orðið „miðstöðvar fyrir smitbera“ og gætu valdið því að kórónuveirusmit dreifðust inn á mörg heimili. Johnson bætti því við að ef ekkert yrði að gert gæti heilbrigðiskerfið í Bretlandi hreinlega hrunið innan næstu þriggja vikna. Bretar fóru einnig í útgöngubann vegna útbreiðslu veirunnar í vor. Johnson sagði reginmun á stöðunni þá og nú. „Bretland er nú í stærsta bólusetningarátaki í sögu landsins,“ sagði Johnson og bætti við að Bretland hefði bólusett fleiri en önnur Evrópulönd samanlagt. Hér að neðan má sjá ávarp Johnsons frá því í kvöld.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira