Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2021 22:32 Fé rekið inn í réttir Land- og Holtamanna við Áfangagil í haust eftir smölun af Landmannaafrétti. Réttirnar eru norðan Heklu og einu hálendisréttir landsins. Einar Árnason Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn. Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn.
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50