„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 08:01 Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, á kosningafundinum í Georgíu í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira