Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 11:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. Lyfjastofnun Íslands hefur nú borist 31 tilkynning um aukaverkun eftir bólusetningu með Covid-19 bóluefni Pfizer. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun teljast fimm þeirra alvarlegar og þar af eru tilkynningar um fjögur andlát. Alvarlegu tilkynningarnar fimm varða allar aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga að sögn Lyfjastofnunar. Allar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hvert andlát þurfi að skoða mjög vel með opnum huga. „Við erum að hefja þá vinnu og við þurfum að gera það í samvinnu við öldrunarlækna. Ég er líka búinn að senda fyrirspurn út til kollega mína á Norðurlöndunum, hvort að þar hafi sést eitthvað viðlíka. Þeir hafa ekki séð neitt slíkt þannig að við þurfum bara að skoða þetta betur,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegar tilkynningar hafi verið að berast í löndunum í kringum okkur. „Þegar maður skoðar hverjir hafa verið rannsakaðir í þessum bólusetningum, þá hafa eldri einstaklingar verið bólusettir en ekki einstaklingar með kannski mikið af undirliggjandi sjúkdómum og svo framvegis. Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður en þetta þarf bara að skoða.“ Tíu til tuttugu vikuleg andlát á hjúkrunarheimilum Hann bendir þó á að hér sé um að ræða viðkvæmasta fólk samfélagsins og er dánartíðni í hópnum há samkvæmt því. „Við þurfum náttúrulega að hafa það í huga að það deyja um tíu til tuttugu einstaklingar á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Það er breytilegt en við þurfum að skoða þetta í ljósi þess og erum að fá tölur um hvort núna sé aukning á dauðsföllum í kjölfar þessarar bólusetningar.“ Þrjár vikur eiga að líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af bóluefni Pfizer. Um vika er síðan fyrri skammtur var gefinn og Þórólfur segir mikilvægt að fá betri mynd af málinu áður en sá seinni verður gefinn. „Við þurfum að hafa mynd af því og þá ákvörðun í samræmi við það hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að beita einhverri annarri nálgun. Ég held að við verðum að gera það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Lyfjastofnun Íslands hefur nú borist 31 tilkynning um aukaverkun eftir bólusetningu með Covid-19 bóluefni Pfizer. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun teljast fimm þeirra alvarlegar og þar af eru tilkynningar um fjögur andlát. Alvarlegu tilkynningarnar fimm varða allar aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Ekki liggja fyrir augljós tengsl milli þessara aukaverkana og bólusetningar vegna undirliggjandi sjúkdóma viðkomandi einstaklinga að sögn Lyfjastofnunar. Allar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hvert andlát þurfi að skoða mjög vel með opnum huga. „Við erum að hefja þá vinnu og við þurfum að gera það í samvinnu við öldrunarlækna. Ég er líka búinn að senda fyrirspurn út til kollega mína á Norðurlöndunum, hvort að þar hafi sést eitthvað viðlíka. Þeir hafa ekki séð neitt slíkt þannig að við þurfum bara að skoða þetta betur,“ segir Þórólfur. Hann segist ekki vita til þess að sambærilegar tilkynningar hafi verið að berast í löndunum í kringum okkur. „Þegar maður skoðar hverjir hafa verið rannsakaðir í þessum bólusetningum, þá hafa eldri einstaklingar verið bólusettir en ekki einstaklingar með kannski mikið af undirliggjandi sjúkdómum og svo framvegis. Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður en þetta þarf bara að skoða.“ Tíu til tuttugu vikuleg andlát á hjúkrunarheimilum Hann bendir þó á að hér sé um að ræða viðkvæmasta fólk samfélagsins og er dánartíðni í hópnum há samkvæmt því. „Við þurfum náttúrulega að hafa það í huga að það deyja um tíu til tuttugu einstaklingar á hjúkrunarheimilum í hverri viku. Það er breytilegt en við þurfum að skoða þetta í ljósi þess og erum að fá tölur um hvort núna sé aukning á dauðsföllum í kjölfar þessarar bólusetningar.“ Þrjár vikur eiga að líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af bóluefni Pfizer. Um vika er síðan fyrri skammtur var gefinn og Þórólfur segir mikilvægt að fá betri mynd af málinu áður en sá seinni verður gefinn. „Við þurfum að hafa mynd af því og þá ákvörðun í samræmi við það hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að beita einhverri annarri nálgun. Ég held að við verðum að gera það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira