Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2021 13:41 Mörg hús skemmdust mikið eða alveg í aurskriðunum í desember. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. „Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín. Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið. „Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Ekki liggur fyrir endanleg kostnaðaráætlun en ætla má að uppgröftur og hreinsunarstarf sem nú er hafið í bænum komi til með að kosta á bilinu 300-600 milljónir miðað við grófa áætlun að ræða varðandi tiltekna þætti hreinsunarstarfsins, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ýmsa þætti þurfi að skoða hvað varðar aðkomu ríkisins af eftirmálum skriðunnar. Skipaður hefur verið starfshópur, undir forystu forsætisráðuneytisins, sem ætlað að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun á svæðinu og öðrum aðgerðum sem styðja við að koma samfélaginu í starfhæft horf á ný. „Þarna eru mörg friðuð hús þar sem er mikið tjón fyrir utan Tækniminjasafnið. Mennta- og menningamálaráðuneytið mun koma inn í þessa vinnu vegna þessa mikla minjagildis sem þarna er“, segir Katrín. Í minnisblaði forsætisráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í morgun segir að umfangsmikið starf sé fram undan við að tryggja öryggi í bænum til frambúðar en uppbygging ofanflóðavarna og vöktun Veðurstofunnar var einnig til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Aðspurð um heildartjón vegna hamfaranna segir Katrín að Náttúruhamfaratrygginar Íslands séu að vinna að því að meta tjónið. „Við getum séð að það er mikið,“ segir Katrín. „Við höfum rætt það að það geti hlaupið á einum til tveimur milljörðum að minnsta kosti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Óbreytt rýmingarsvæði á Seyðisfirði en ákveðin hætta enn til staðar Áfram er í gildi óbreytt rýming á því svæði á Seyðisfirði sem kynnt var fyrir áramót. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórinn á Austurlandi auk vettvangsstjórn og ráðgjafa funduðu í morgun vegna hreinsunarstarfs eftir aurskriðurnar sem þar féllu. 3. janúar 2021 12:58
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. 27. desember 2020 19:00