Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 08:31 Gangi allt eftir áætlun mun margt áhugavert gerast í geimnum á árinu. Vísir Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. Rannsóknir manna á Mars munu taka stakkaskiptum á árinu. Minnst þrjú geimför munu ná til plánetunnar rauðu og stendur til að lenda tveimur vélmennum á yfirborði hennar. Tunglið er þó einnig að fá mikla athygli í ljósi þess að útlit sé fyrir að þar sé mun meira vatn en áður var talið og að Bandaríkjamenn ætli sér að senda menn þangað á næstu árum og mögulega byggja þar geimstöð. Í júlí í fyrra skutu starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, og United Launch Alliance vélmenninu Perserverance af stað til Mars. Til stendur að reyna að lenda því þann 18. febrúar. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Hér má lesa frekar um tækjabúnað vélmennisins og verkefni þess. Sjá einnig: Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars Hér má sjá tölvuteiknað myndband sem sýnir áætlað lendingarferli Perserverance. Klippa: Lending Perseverance á Mars Tianwen-1 geimfarið á að ná til Mars í apríl. Það er á vegum Kínverja og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar senda geimfar til Mars. Það verður notað til rannsókna bæði á braut um reikistjörnuna og stendur einnig til að geimfarið sendi vélmenni á yfirborð Mars. Geimfarið á að nota ýmsan búnað til að rannsaka mars frá sporbraut. lenda á geimfarinu í Utopia Planitia, þar sem það verður notað til rannsókna. Hér má sjá nýlega frétt CCTV um Tianwen-1 og það að byrja eigi að hægja á geimfarinu þann 10. febrúar. Sameinuðu arabísku furstadæmin sendu einnig sitt fyrsta geimfar til Mars í fyrra og mun það einnig ná þangað í febrúar. Þar er um að ræða gervihnött sem nota á til að rannsaka Mars úr lofti. Farið verður á þannig sporbraut að það mun vera yfir sama svæðinu í langan tíma. Tunglið er töff Eins og áður segir er tunglið að njóta mikillar athygli um þessar mundir. Tvö einkafyrirtæki ætla sér að lenda geimförum á tunglinu, í samstarfi við NASA og fyrirtækin United Launch Alliance og SpaceX. Þar er um að ræða fyrirtækið Astrobotic Technology sem ætlar að senda lendingarfar til tunglsins. Því verður skotið á loft af ULA í sumar. Um borð verða ýmis rannsóknarverkefni sem snúa meðal annars að því að rannsaka leiðir til að lenda á tunglinu en þar verða einnig lífsýni úr rithöfundinum Arthur C. Clarke og öðrum. Hitt geimfarið er á vegum Intuitive Machines og verður skotið á loft af SpaceX í október, samkvæmt áætlun. Nova-C, geimfarið sem á að lenda á tunglinu mun bera farm frá NASA og öðrum fyrirtækjum til tunglsins. Hér má sjá myndband frá Intuitive Machines sem sýnir hvernig geimflug Nova-C á að fara fram. One small step for Intuitive Machines, one giant leap for commercial space!We are ecstatic and honored that our #NovaC lander has won selection by @NASA to help lead the return to the moon as part of Project #Artemis. #tothemoon in 2021! pic.twitter.com/lSLRmMHltT— Intuitive Machines (@Int_Machines) May 31, 2019 Rússar stefna einnig á að snúa aftur til tunglsins á árin þegar geimfarinu Luna-25 verður skotið í loft í október. Síðast sendu Rússar far til tunglsins árið 1976 en það hét Luna-24. Að þessu sinni starfa Rússar með Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, og á næstu árum stendur til að senda þrjú geimför til tunglsins. Einn gervihnött og tvö lendingarför. Luna-25 og Luna-26 er ætlað að undirbúa lendingu Luna-27, sem verður stærra en Luna-25 og á að lenda nærri suðurpól tunglsins. Luna-27 á að rannsaka jarðveg tunglsins og þá sérstaklega það hvort finna megi frosið vatn undir yfirborðinu þar. Almennir borgarar í geimnum SpaceX stefnir á að skjóta Crew Dragon geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það þykir ef til vill ekkert svo merkilegt lengur en að þessu sinni verða almennir borgarar um borð í geimfarinu. Þeir verða á vegum fyrirtæksins Axiom Space og eiga þeir að vera í minnst rúma viku í geimstöðinni. Tom Cruise verður mögulega einn af þeim. Þann 29. mars munu starfsmenn Boeing og NASA gera aðra tilraun með að skjóta Starliner, geimfari Boeing út í geim. NASA bindur vonir við að hægt verði að nota geimfarið til þess að bera menn út í geim. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug ULA og á geimfarið að tengjast geimstöðinni. Síðast var það reynt í desember 2019 og þá misheppnaðist geimskotið. Vegna hugbúnaðargalla náði geimfarið aldrei nægjanlegri hæð frá jörðu til að ná til geimstöðvarinnar. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Hér má starfsmenn Boeing undirbúa næsta tilraunafar Starliner. Ný eldflaug og nýtt geimfar loks á loft? Starfsmenn NASA hafa sett sér það markmið að skjóta fyrstu Space Launch System eldflauginni á loft í lok þessa árs. Sú eldflaug á að bera fyrstu gerð Orion geimfarsins sem NASA hefur verið að hanna til að senda menn til tunglsins og til Mars. Það er þó óvíst hvort af verði þar sem þróun SLS hefur þegar einkennst af umfangsmiklum töfum og kostnaði. Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Markmiðið er að nota SLS eldflaug til að skjóta ómönnuðu Orion geimfari í 25 daga ferðalag til tunglsins og til baka. Þetta á að vera fyrsta geimskotið í Artemis-áætluninni, sem snýr að því að senda menn til tunglsins árið 2024. Kínverjar ætla sér að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra, sem á að heita Tiangong, á braut um jörðu. Fyrsta ef ellefu geimskotum sem áætlað er að eigi sér stað á næstu tveimur árum. Smíði geimstöðvarinnar átti að hefjast í fyrra en var frestað. Tiangong á að vera á um 340 til 450 kílómetra hárri sporbraut og geta hýst þrjá til sex geimfara og hundruð rannsóknarverkefni. Hún er hönnuð til að duga í minnst tíu ár. Margt getur breyst Þessi umfjöllun ekki er tæmandi um þá viðburði sem munu eiga sér stað á árinu og snúa að geimnum. Það er ljóst að árið og þau næstu gætu orðið mjög áhrifamikil varðandi geimferðir. Þá gæti margt áhugavert bæst við þar sem sífellt fleiri þjóðir eru að ryðja sér rúms í geimnum og geimferðum fer sífellt fjölgandi og fyrirtæki og stofnanir vinna að leiðum til að draga úr kostnaði við geimskot. Þá er vert að hafa í huga að þær dagsetningar sem eru nefndar hér eru líklegar til að taka breytingum með breyttum aðstæðum og áætlunum. Geimurinn Tunglið Mars Vísindi Tækni SpaceX Boeing Artemis-áætlunin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Rannsóknir manna á Mars munu taka stakkaskiptum á árinu. Minnst þrjú geimför munu ná til plánetunnar rauðu og stendur til að lenda tveimur vélmennum á yfirborði hennar. Tunglið er þó einnig að fá mikla athygli í ljósi þess að útlit sé fyrir að þar sé mun meira vatn en áður var talið og að Bandaríkjamenn ætli sér að senda menn þangað á næstu árum og mögulega byggja þar geimstöð. Í júlí í fyrra skutu starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, og United Launch Alliance vélmenninu Perserverance af stað til Mars. Til stendur að reyna að lenda því þann 18. febrúar. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Hér má lesa frekar um tækjabúnað vélmennisins og verkefni þess. Sjá einnig: Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars Hér má sjá tölvuteiknað myndband sem sýnir áætlað lendingarferli Perserverance. Klippa: Lending Perseverance á Mars Tianwen-1 geimfarið á að ná til Mars í apríl. Það er á vegum Kínverja og er það í fyrsta sinn sem Kínverjar senda geimfar til Mars. Það verður notað til rannsókna bæði á braut um reikistjörnuna og stendur einnig til að geimfarið sendi vélmenni á yfirborð Mars. Geimfarið á að nota ýmsan búnað til að rannsaka mars frá sporbraut. lenda á geimfarinu í Utopia Planitia, þar sem það verður notað til rannsókna. Hér má sjá nýlega frétt CCTV um Tianwen-1 og það að byrja eigi að hægja á geimfarinu þann 10. febrúar. Sameinuðu arabísku furstadæmin sendu einnig sitt fyrsta geimfar til Mars í fyrra og mun það einnig ná þangað í febrúar. Þar er um að ræða gervihnött sem nota á til að rannsaka Mars úr lofti. Farið verður á þannig sporbraut að það mun vera yfir sama svæðinu í langan tíma. Tunglið er töff Eins og áður segir er tunglið að njóta mikillar athygli um þessar mundir. Tvö einkafyrirtæki ætla sér að lenda geimförum á tunglinu, í samstarfi við NASA og fyrirtækin United Launch Alliance og SpaceX. Þar er um að ræða fyrirtækið Astrobotic Technology sem ætlar að senda lendingarfar til tunglsins. Því verður skotið á loft af ULA í sumar. Um borð verða ýmis rannsóknarverkefni sem snúa meðal annars að því að rannsaka leiðir til að lenda á tunglinu en þar verða einnig lífsýni úr rithöfundinum Arthur C. Clarke og öðrum. Hitt geimfarið er á vegum Intuitive Machines og verður skotið á loft af SpaceX í október, samkvæmt áætlun. Nova-C, geimfarið sem á að lenda á tunglinu mun bera farm frá NASA og öðrum fyrirtækjum til tunglsins. Hér má sjá myndband frá Intuitive Machines sem sýnir hvernig geimflug Nova-C á að fara fram. One small step for Intuitive Machines, one giant leap for commercial space!We are ecstatic and honored that our #NovaC lander has won selection by @NASA to help lead the return to the moon as part of Project #Artemis. #tothemoon in 2021! pic.twitter.com/lSLRmMHltT— Intuitive Machines (@Int_Machines) May 31, 2019 Rússar stefna einnig á að snúa aftur til tunglsins á árin þegar geimfarinu Luna-25 verður skotið í loft í október. Síðast sendu Rússar far til tunglsins árið 1976 en það hét Luna-24. Að þessu sinni starfa Rússar með Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, og á næstu árum stendur til að senda þrjú geimför til tunglsins. Einn gervihnött og tvö lendingarför. Luna-25 og Luna-26 er ætlað að undirbúa lendingu Luna-27, sem verður stærra en Luna-25 og á að lenda nærri suðurpól tunglsins. Luna-27 á að rannsaka jarðveg tunglsins og þá sérstaklega það hvort finna megi frosið vatn undir yfirborðinu þar. Almennir borgarar í geimnum SpaceX stefnir á að skjóta Crew Dragon geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það þykir ef til vill ekkert svo merkilegt lengur en að þessu sinni verða almennir borgarar um borð í geimfarinu. Þeir verða á vegum fyrirtæksins Axiom Space og eiga þeir að vera í minnst rúma viku í geimstöðinni. Tom Cruise verður mögulega einn af þeim. Þann 29. mars munu starfsmenn Boeing og NASA gera aðra tilraun með að skjóta Starliner, geimfari Boeing út í geim. NASA bindur vonir við að hægt verði að nota geimfarið til þess að bera menn út í geim. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug ULA og á geimfarið að tengjast geimstöðinni. Síðast var það reynt í desember 2019 og þá misheppnaðist geimskotið. Vegna hugbúnaðargalla náði geimfarið aldrei nægjanlegri hæð frá jörðu til að ná til geimstöðvarinnar. Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Hér má starfsmenn Boeing undirbúa næsta tilraunafar Starliner. Ný eldflaug og nýtt geimfar loks á loft? Starfsmenn NASA hafa sett sér það markmið að skjóta fyrstu Space Launch System eldflauginni á loft í lok þessa árs. Sú eldflaug á að bera fyrstu gerð Orion geimfarsins sem NASA hefur verið að hanna til að senda menn til tunglsins og til Mars. Það er þó óvíst hvort af verði þar sem þróun SLS hefur þegar einkennst af umfangsmiklum töfum og kostnaði. Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Markmiðið er að nota SLS eldflaug til að skjóta ómönnuðu Orion geimfari í 25 daga ferðalag til tunglsins og til baka. Þetta á að vera fyrsta geimskotið í Artemis-áætluninni, sem snýr að því að senda menn til tunglsins árið 2024. Kínverjar ætla sér að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra, sem á að heita Tiangong, á braut um jörðu. Fyrsta ef ellefu geimskotum sem áætlað er að eigi sér stað á næstu tveimur árum. Smíði geimstöðvarinnar átti að hefjast í fyrra en var frestað. Tiangong á að vera á um 340 til 450 kílómetra hárri sporbraut og geta hýst þrjá til sex geimfara og hundruð rannsóknarverkefni. Hún er hönnuð til að duga í minnst tíu ár. Margt getur breyst Þessi umfjöllun ekki er tæmandi um þá viðburði sem munu eiga sér stað á árinu og snúa að geimnum. Það er ljóst að árið og þau næstu gætu orðið mjög áhrifamikil varðandi geimferðir. Þá gæti margt áhugavert bæst við þar sem sífellt fleiri þjóðir eru að ryðja sér rúms í geimnum og geimferðum fer sífellt fjölgandi og fyrirtæki og stofnanir vinna að leiðum til að draga úr kostnaði við geimskot. Þá er vert að hafa í huga að þær dagsetningar sem eru nefndar hér eru líklegar til að taka breytingum með breyttum aðstæðum og áætlunum.
Geimurinn Tunglið Mars Vísindi Tækni SpaceX Boeing Artemis-áætlunin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira