Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 16:04 Valtýr Stefánsson Thors sérfræðingur í smitsjúkdómum barna er höfundur leiðbeininganna ásamt Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum. Vísir/Arnar Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34