Kalla eftir skýrari svörum: Óvissa ofan á alla aðra óvissu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2021 18:31 Yfir þrjátíu þúsund manns sem eru sjötíu ára og eldri verða bólusettir næst þar sem sóttvarnalæknir hefur breytt forgangsröðun í bólusetningu. Ungur maður með taugahrörnunarsjúkdóm segir vanta betri skilgreiningu á áhættuhópum enda mikilvægt að eyða óvissu hjá fólki sem hefur verið lengi í einangrun. Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Samkvæmt reglugerð áttu einstaklingar yfir sextíu ára aldri að vera í sjötta hóp í forgangsröðun. Nú á að ganga fram hjá ýmsu heilbrigðisstarfsfólki og bólusetja næst þá sem eru sjötíu ára og eldri. „Við teljum að við séum búin að bólusetja flesta sem eru í framlínustörfum í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Þórólfur. Alls hafa 1.740 heilbrigðisstarfsmenn verið bólusettir og í samtali við fréttastofu í dag sagði Þórólfur að þetta væri hópurinn sem telst í hvað mestri áhættu að smitast í störfum sínum. Þórólfur segist hafa talið nauðsynlegt að forgangsraða á þennan hátt þar sem bóluefni berst hægar er talið var í fyrstu. Um 35 þúsund manns eru sjötíu ára og eldri en þó er búið að bólusetja hluta hópsins á hjúkrunarheimilum. Staðfest er að skammtar fyrir 30 þúsund manns berist á fyrsta ársfjórðungi og aðrir hópar þurfa því að óbreyttu að bíða lengur eftir bólusetningu. Þar á meðal yngra fólk í áhættuhópum. „Það verður ekki sennilega fyrr en eftir mars,“ segir Þórólfur. Ísak Sigurðsson segir biðina eftir bólusetningu erfiða fyrir fólk í áhættuhópum sem hefur verið einangrað lengi. Skýrari svör um þeirra stöðu myndi hjálpa.vísir/Sigurjón Ísak Sigurðsson er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og formaður félags fólks með greininguna. Hann segir Covid og möguleg eftirköst þess geta reynst þeim mjög hættuleg. Hann fái þó ekki svör um hvort þau tilheyri öll skilgreindum áhættuhópum varðandi bólusetningu. „Þannig að sum okkar vita ekki alveg hvar við stöndum gagnvart bólusetningunni. Hvort við séum í hópi sjö eða tíu. Hvort við þurfum að bíða fram á vor eða fram á haust,“ segir hann. Þetta á við um fólk í fleiri mögulegum áhættuhópum. Ísak segir stöðuna óþægilega fyrir fólk sem hefur meira og minna verið í eingangrun síðan í vor. „Þetta er óvissa ofan á alla hina óvissuna sem við myndum telja að væri hægt að eyða. Við skiljum að það er erfitt að sjá fyrir um hvenær við fáum þetta bóluefni og hversu mikið. Við skiljum að við þurfum að bíða og vera þolinmóð. En þetta er allavega eitthvað sem mætti skýra betur.“ vísir/Vilhelm Eftir að þeir sem eldri eru hafa verið bólusettir segir Þórólfur að farið verði í áhættuhópa yngra fólks. „Við munum reyna að fikra okkur þannig niður og það er ljóst að það eru grá svæði mili margra hópa og matið á milli hópa getur verið mismunandi. Ég veit að það er mikill urgur á ýmsum stöðum; af hverju þessir og hinir eru á undan og svo framvegis. En það verður aldrei hægt að gera þetta þannig að öllum líki og sérstaklega þegar við erum ekki með það mikið af bóluefni í höndunum. En við verðum einhvernveginn að vinna þetta og erum við erum að gera þetta eins vel og við mögulega getum.“ Ísak segir biðina erfiða. „En ef við myndum fá skýrari upplýsingar myndi það hjálpa aðeins. Að fá leiðbeiningar um hvað við eigum að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira