Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 17:54 Icelandair flutti um 14.500 farþega til og frá Íslandi í desember. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára. Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent