„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 21:28 Joe Biden var ómyrkur í máli í ávarpi sínu. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. „Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“ Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
„Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“
Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira