Hverjar verða afleiðingar atburða gærdagsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2021 13:42 Tiltekt í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Mikill titringur er í Washington D.C. eftir atburðarás gærdagsins og meðal annars rætt óformlega um að koma forsetanum frá. Bandaríska þingið lauk í gær talningu atkvæða kjörmanna og því ekkert sem kemur í veg fyrir að Joe Biden verði forseti 20. janúar nk. Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira