Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 13:43 Þingmaður virðir fyrir sér skemmdir í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Babbit og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar voru til staðar og var hún skotin. Hópurinn hafði brotið rúður í hurð og Babbit stökk í gatið og reyndi að komast inn um það. Þá ómaði einn skothvellur og hún féll afturábak. Þrír aðrir dóu í gærkvöldi en ekki hefur verið útskýrt af hverju að öðru leyti en það hafi verið vegna óskilgreindra neyðartilfella. Banaskotið er til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar. Atvikið náðist á myndband. Vert er að vara lesendur við myndbandinu sem gæti vakið óhug. Ashli Babbit, a 35-year-old air force veteran, was one of the persons that were killed during pro-Trump protesters' invasion of Capitol Hill. Disturbing contents in this video; sensitive viewers are advised! pic.twitter.com/r2EkLK4l1A— Salamander News (@SMDRNews) January 7, 2021 Eins og áður segir var Babbit mikill stuðningsmaður Trumps og við yfirverð samfélagsmiðla hennar sést að hún dreifði mikið af samsæriskenningum sem tengjast Qanon hreyfingunni svokölluðu. Qanon-hreyfingin er í grunninn fólk sem trúir því að Trump standi í leynilegri baráttu gegn hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem hafi komið sér fyrir innan hins opinbera í Bandaríkjunum og hafi mjög mikil völd. Utan á það hafa svo hlaðist fjölmargar og margvíslegar samsæriskenningar á undanförnum árum. Hún ferðaðist sérstaklega til Washington DC til að taka þátt í mótmælunum gegn staðfestingu kosningaúrslitanna. Babbit birti sitt síðasta tíst á þriðjudaginn þar sem hún sagði að ekkert myndi stöðva það „óveður“ sem myndi skella á Washington DC. Hún hafði einnig dreift tístum um að Mike Pence, varaforseti, ætti að vera ákærður fyrir landráð fyrir að neita ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna í nóvember. Í samtali við KUSI Newsi í San Diego, þar sem Babbit bjó, ítrekar eiginmaður hennar að hún hafi verið ötull stuðningsmaður forsetans og föðurlandsvinur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Skotárásir í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02