Hjörtur hefur áður verið orðaður við Legía en hann var orðaður við félagið síðasta sumar. Það varð þó ekkert úr því og íslenski landsliðsmaðurinn var áfram í Danmörku.
Þótt að tækifærin hafi verið af skornum skammti á þessari leiktíð þá er Carsten V. Jensen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Brøndby, sagður vilja framlengja samninginn við íslenska varnarmanninn.
Samningur Hjartar rennur út í sumar en hann kom til Brøndby frá PSV í Hollandi sumarið 2016. Hann hefur spilað 141 leiki fyrir gulklædda liðið í vesturhluta Kaupmannahafnar en. Hjörtur á sautján leiki að baki fyrir íslenska A-landsliðið.
Legia er ríkjandi meistari í Póllandi en með liðinu leikur meðal annars Artur Boruc, fyrrum leikmaður í enska boltanum. Liðið er á toppnum í Póllandi en Hjörtur yrði annar Íslendingurinn í Póllandi. Böðvar Böðvarsson leikur með Jagiellonia Białystok.