Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2021 18:45 Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu. Getty/Mostafa Bassim Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“ Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48