Fóru á leik Raptors og Pacers en horfðu á Lakers gegn Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 15:41 Anthony Davis sækir að Jayson Tatum í leik Los Angeles Lakers á móti Boston Celtics en til hliðar er Justin Shouse. Samsett mynd Kjartan Atli Kjartansson bauð upp á nýjung í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi en þar fóru NBA þríburarnir svokölluðu yfir öll liðin í NBA-deildinni. „Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Sportið í dag Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
„Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Sportið í dag Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira