Þetta er fyrsti bardagi þeirra á milli síðan 2014 en þá afgreiddi írski Bandaríkjamanninn á innan við tveimur mínútum. Poierier vonast eftir fleiri höggum og meira blóði í ár.
„Ég komst ekki inn í bardagann og blóðið fór ekkert að leka en það getur allt gerst í heimi bardaganna. Ég vil að núna verði þetta lekandi blóð og við að þjást, sárir snemma í bardaganum,“ sagði Poierier í samtali við Theo Vonn.
„Ég vil vera blóðugur þegar ekki er mínúta komin á klukkuna. Ég vil að okkur báðum blæði og þá sjáum við hvor er betri bardagamaður. Hverjum langar að vinna og vera þarna,“ bætti Bandaríkjamaðurinn við.
Conor er að snúa aftur enn eina ferðina. Síðasta sumar tilkynnti sá írski að hann væri hættur í UFC enn eitt skiptið. Hann er þó mættur aftur en síðasti bardagi hans var gegn Donald Cerrone í janúar þar sem hann afgreiddi Cerrona á 40 sekúndum.
Dustin Poirier wants himself and Conor McGregor to 'be dripping blood' at UFC 257 https://t.co/gt4ACcodcH
— MailOnline Sport (@MailSport) January 8, 2021