Önnur lönd tilkynna um andlát aldraðra eftir bólusetningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. janúar 2021 18:32 Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Þetta er sjötta alvarlega tilkynningin sem stofnunin fær vegna bólusetningarinnar. Forstjóri stofnunarinnar segir að sambærilegar tilkynningar hafi komið upp í nágrannalöndum okkar. Ein tilkynning til viðbótar barst í gær til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. „Þetta er eins og í hinum tilfellunum einstaklingur á hjúkrunarheimili, háaldraður,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Þetta er sjötta tilkynningin sem Lyfjastofnun fær um alvarleg atvik þar sem um var að ræða hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu bóluefnis Pfizer og BioNTech. Þar af eru fimm andlát og ein innlögn á sjúkrahús. Fram hefur komið að atvikin verði rannsökuð og er frumniðurstöðu að vænta frá Landlæknisembættinu í næstu viku. Rúna segir að í þessu tilviki hafi andlátið orðið mun síðar eftir bólusetninguna en í hinum fjórum. „Þeir sem hafa tekið að sér að rannsaka þetta mál þurfa að meta hvort að þetta tilvik verði tekið með í þá rannsókn eður ei,“ segir Rúna. Sambærileg atvik tilkynnt í öðrum löndum Lyfjastofnun óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá öðrum löndum um hvort að sambærileg atvik hafi verið tilkynnt. „Nú fyrir helgi hafði Noregur tilkynnt um sjö andlát og fjöldinn er svipaður í Svíþjóð og Danmörku. Þá hafa svona tilkynningar líka komið fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta voru allt háaldraðir einstaklingar eins og hér á landi en þar eins og hér voru þeir í forgangi fyrir bólusetningu gegn Covid-19,“ segir Rúna. Rúna bendir á að útbreiðsla kórónuveirufaraldursins sé víðast hvar mun meiri en hér á landi. Þar sé því lögð áhersla á að takmarka útbreiðsluna og fást við sjálfan faraldurinn. „Við höfum meiri tækifæri á að fylgjast með slíkum atvikum hér á landi því útbreiðsla faraldursins er minni hér eins og stendur,“ segir Rúna. Aðspurð um hvernig verði brugðist við komi í ljós að það sé beint orsakasamband milli bólusetningarinnar og andlátanna segir Rúna: „ Ég bendi á að í hverri viku látast um 18 manns á hjúkrunarheimilum enda eru þar aldraðir og oft veikir einstaklingar og það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvort tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningar. Ef það kemur svo í ljós, verður það skoðað nánar en ég get eiginlega ekki tjáð mig um það fyrr en það kemur út úr niðurstöðunum,“ segir Rúna. Fleiri tilbúnari í bólusetningu hér Hún segist ekki hafa fundið fyrir ótta við bólusetningar við Covid-19 vegna hugsanlegra alvarlegra aukaverkanna. „Við erum lánsöm hér á landi að fólk ætlar í miklu hærra hlutfalli að láta bólusetja sig hér svo við höfum ekki heyrt af því,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9. janúar 2021 12:56 „Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. 5. janúar 2021 20:05 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ein tilkynning til viðbótar barst í gær til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. „Þetta er eins og í hinum tilfellunum einstaklingur á hjúkrunarheimili, háaldraður,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar. Þetta er sjötta tilkynningin sem Lyfjastofnun fær um alvarleg atvik þar sem um var að ræða hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu bóluefnis Pfizer og BioNTech. Þar af eru fimm andlát og ein innlögn á sjúkrahús. Fram hefur komið að atvikin verði rannsökuð og er frumniðurstöðu að vænta frá Landlæknisembættinu í næstu viku. Rúna segir að í þessu tilviki hafi andlátið orðið mun síðar eftir bólusetninguna en í hinum fjórum. „Þeir sem hafa tekið að sér að rannsaka þetta mál þurfa að meta hvort að þetta tilvik verði tekið með í þá rannsókn eður ei,“ segir Rúna. Sambærileg atvik tilkynnt í öðrum löndum Lyfjastofnun óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá öðrum löndum um hvort að sambærileg atvik hafi verið tilkynnt. „Nú fyrir helgi hafði Noregur tilkynnt um sjö andlát og fjöldinn er svipaður í Svíþjóð og Danmörku. Þá hafa svona tilkynningar líka komið fram í Hollandi og Þýskalandi. Þetta voru allt háaldraðir einstaklingar eins og hér á landi en þar eins og hér voru þeir í forgangi fyrir bólusetningu gegn Covid-19,“ segir Rúna. Rúna bendir á að útbreiðsla kórónuveirufaraldursins sé víðast hvar mun meiri en hér á landi. Þar sé því lögð áhersla á að takmarka útbreiðsluna og fást við sjálfan faraldurinn. „Við höfum meiri tækifæri á að fylgjast með slíkum atvikum hér á landi því útbreiðsla faraldursins er minni hér eins og stendur,“ segir Rúna. Aðspurð um hvernig verði brugðist við komi í ljós að það sé beint orsakasamband milli bólusetningarinnar og andlátanna segir Rúna: „ Ég bendi á að í hverri viku látast um 18 manns á hjúkrunarheimilum enda eru þar aldraðir og oft veikir einstaklingar og það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvort tengsl séu á milli andlátanna og bólusetningar. Ef það kemur svo í ljós, verður það skoðað nánar en ég get eiginlega ekki tjáð mig um það fyrr en það kemur út úr niðurstöðunum,“ segir Rúna. Fleiri tilbúnari í bólusetningu hér Hún segist ekki hafa fundið fyrir ótta við bólusetningar við Covid-19 vegna hugsanlegra alvarlegra aukaverkanna. „Við erum lánsöm hér á landi að fólk ætlar í miklu hærra hlutfalli að láta bólusetja sig hér svo við höfum ekki heyrt af því,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Tengdar fréttir Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9. janúar 2021 12:56 „Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. 5. janúar 2021 20:05 Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tilkynnt um annað tilvik alvarlegra aukaverkana í kjölfar bólusetningar Ein tilkynning hefur borist til Lyfjastofnunar um andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 til viðbótar við þær fjórar tilkynningar sem greint var frá fyrr í vikunni. Um er að ræða aldraða manneskju sem var bólusett í lok desember en lést fyrir skömmu. 9. janúar 2021 12:56
„Þetta bóluefni er mjög öruggt“ Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segir ekkert benda til þess að meiri áhætta fylgi bóluefni Pfizer við kórónuveirunni en öðrum bóluefnum. Það sé gríðarlega mikilvægt að fólk láti bólusetja sig, enda muni það bjarga mannslífum. 5. janúar 2021 20:05
Tveir sérfróðir læknar rannsaka alvarlegu atvikin fimm Tveir sérfróðir og óháðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka gaumgæfilega fimm alvarleg atvik, þar af fjögur andlát, sem tilkynnt var um sem hugsanlegar aukaverkanir af bólusetningu við kórónuveirunni. Stefnt er að því að frumniðurstöður liggi fyrir innan viku til tíu daga. 5. janúar 2021 15:05