Hálendisþjóðgarður fyrir hverja? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:01 Í grein Önnu Dóru Sæþórsdóttur varaformanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á dögunum um hálendisþjóðgarð, hnýtur maður svo vægt sé tekið til orða um margt sem vekur spurnir. Orðin gefa til kynna að gera eigi allt sem hægt er til að hrúga hér inn ferðamönnum til að bjarga þjóðarskútunni, og að „hálendisþjóðgarður geti orðið stóra tromp Íslands, því lítt spillt náttúra sé svo mikil auðlind fyrir ferðaþjónustuna sem nú sé skærasta vonarstjarna Íslands eftir kreppu. Hún sé grundvöllur gjaldeyrisöflunar þeirra þjóða sem eiga slíka auðlind“. Hún telur ef stjórnarfrumvarpið verði samþykkt muni það „skapa Íslandi sérstöðu byggða á því að 30% landsins væri þjóðgarður“. Ég dreg það stórlega í efa að nokkur einasta lýðræðisþjóð, myndi samþykkja að gefa 30% lands síns undir þjóðgarð til þess eins að geta stært sig af því að eitt stærsta, ósnortnasta víðerni Evrópu sé notað sem aðdráttarafl fyrir svokallaðan „massatúrisma“ sem fyrir þó nokkrum árum hóf innreið sína hér á landi. Það þarf ekki háþróaðar rannsóknir til að sjá hvernig komið er fyrir þjóðgarðinum á Þingvöllum t.d.. Þar hefur hinn almenni íslendingur litla ánægju lengur af að heimsækja. Skaftafell hefur svipaða sögu að segja, sem og ansi margir staðir á landinu og þá á suðurlandinu sérstaklega. Ekki þarf annað en að „googla“ setninguna „how the tourism industry is affecting national parks“ til þess að komast í vel unnar greiningar á þeirri þróun. Ferðamannaiðnaðurinn og fjöldi þeirra er ferðast á heimsvísu er svo risavaxinn tala að við erum öreind í því samhengi. Og að tala fyrir því að við séum mögulega að missa af einhverju á þeim vettvangi nema við breytum hálendinu okkar í þjóðgarð er vondur áróður. Anna Dóra fræðir okkur um að hlutverk þjóðgarðs sé „að vernda náttúru og menningarminjar annars vegar og hinsvegar að gefa fólki kost á að kynnast og njóta svæðisins“. Er ekki hægt að vernda náttúru og menningarminjar öðruvísi en undir hatti þjóðgarðs ? Eigum við ekki Umhverfisstofnun ríkissins og Minjastofnun ríkisins ? Ég veit ekki betur en að bæði verndun og útivera sé búin að eiga sér stað nú þegar í yfir hundrað ár án aðkomu þjóðgarða og ástæða þess að við getum ferðast um hálendið í dag er einmitt vegna þeirra frumkvöðla sem fyrstir ruddu brautina og bjuggu sér til í tímans rás gríðarlega mikla þekkingu og reynslu, sem var skilað áfram til næstu kynslóða. Það er mönnum í lófa lagt, ef vilji er fyrir hendi að auka eftirlit á hálendinu sem og að friða einstök svæði eða náttúruperlur þar sem mestur umgangur er án þess að kalla það þjóðgarð. Annars staðar í greininni stendur að „aðdráttarafl hálendis felist ekki síður í fámenninu og fjarveru hins manngerða. Að þjóðararfurinn liggi þar en náttúra þess sé hinsvegar viðkvæm fyrir álagi og því þurfi að fara varlega í allri umgengni við hana. Til þess að vernda hálendið þyrftu ferðamenn að dvelja sem mest í byggð og mannvirkin helst að vera á jöðrum þess“. Það er ótrúlegt að lesa þessar mótsagnir. Í einu orði er talað um nauðsyn fjölgunar ferðamanna í nafni gróða og gjaldeyris þar sem hálendisþjóðgarður leikur hetjuna. Í öðru orði er talað um að vegna þess hversu náttúran á hálendinu sé viðkvæm verði að halda ferðamönnum sem mest frá því. Hvernig ælta menn að fara að því ? Eina svarið við því eru lokanir, gjaldtaka og kvótar sem útvaldir fá að njóta. Ætla menn þá að margfalda magn ferðamanna í nafni hálendisþjóðgarðs, sem koma í þeim tilgangi að njóta fámennis og þess ómanngerða með því að byggja upp mannvirki fjarri því, svo menn fái ekki notið þess ? Við viljum fá peningana þeirra en á fölskum forsendum ? Skrifað er að í frumvarpinu „sé tekið tillit til sjónarmiða ólíkra hópa og landsmenn geti sannarlega haldið áfram að ferðast um svæðið án þess að þjóðgarðurinn hefti för“. Þessi orð eru í beinni andstöðu við það sem hún skrifar hér að ofan. Þetta er einnig í beinni andstöðu við heilu sveitarstjórnirnar sem og minjastofnun ríkisins m.a. sem aldrei fékk sæti við borðið hjá umhverfisráðherra. Anna Dóra segir einnig að „stjórnun svæðisins og uppbygging innviða verði markvissari en ella“. Með þessu er sagt að vinna allra sem koma að rekstri hálendisins að öllu eða einhverju leyti, sé ómarkviss og engan vegin ásættanleg . Þess vegna þurfi þjóðgarður að eignast landið og taka við stjórn. Þrátt fyrir þennan endalausa áróður hefur aldrei verið bent á hvaða vankanta núverandi fyrirkomulags er verið að tala um. Hvar er þessi svokalla óreiða sem svo oft er talað um ? Ég ráðlegg fólki að fletta upp orðinu „samvinna“ og reyna að skilja hvað í því orði felst. Því samvinna er akkúrat það sem búið er að eiga sér stað hjá ríki, sveitarstjórnum og einkaaðilum með góðum árangri. Slíkt fyrirkomulag felur ekki í sér yfirráð bákns sem mun seilast enn lengra ofan í nú þegar slitna skattvasa þeirra okkar sem byggja þetta land og þjónar þeim eina tilgangi að fjölga ríkisstarfsmönnum. Nú þegar eru uppi áætlanir um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum og þreifingar eru fyrir slíku á Breiðafirði. Hvar á þetta að enda ? Að stofnanavæða hálendið er óafturkræf aðgerð. Við búum á lifandi eldfjallaeyju þar sem náttúruöflin eru mjög svo lifandi. Þau lúta ekki stjórn okkar manna og munu aldrei gera sem betur fer. Hafa menn velt fyrir sér hvar við stæðum ef yfir okkur gengju náttúruhamfarir sem jafna myndu t.d. Nesjavallavirkjun og Hengilsvæðið við jörðu ? Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Sogið t.d. sem kemur úr Þingvallavatni ? Við þurfum sannarlega að vernda náttúru landsins fyrir öfgasjónarmiðum manna. Og ég met það til jafns hvort það teljast hægri- eða vinstri öfgar. Það er aldrei réttlætanlegt að mæta öfgum með öfgum. Það skaðar eingöngu möguleika komandi kynslóða sem taka eiga við og þannig vinnubrögð snúast ævinlega þegar öllu er á botninn hvolft um völd. Höfundur rekur ferðaþjónustu á barmi Ásbyrgis á norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í grein Önnu Dóru Sæþórsdóttur varaformanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á dögunum um hálendisþjóðgarð, hnýtur maður svo vægt sé tekið til orða um margt sem vekur spurnir. Orðin gefa til kynna að gera eigi allt sem hægt er til að hrúga hér inn ferðamönnum til að bjarga þjóðarskútunni, og að „hálendisþjóðgarður geti orðið stóra tromp Íslands, því lítt spillt náttúra sé svo mikil auðlind fyrir ferðaþjónustuna sem nú sé skærasta vonarstjarna Íslands eftir kreppu. Hún sé grundvöllur gjaldeyrisöflunar þeirra þjóða sem eiga slíka auðlind“. Hún telur ef stjórnarfrumvarpið verði samþykkt muni það „skapa Íslandi sérstöðu byggða á því að 30% landsins væri þjóðgarður“. Ég dreg það stórlega í efa að nokkur einasta lýðræðisþjóð, myndi samþykkja að gefa 30% lands síns undir þjóðgarð til þess eins að geta stært sig af því að eitt stærsta, ósnortnasta víðerni Evrópu sé notað sem aðdráttarafl fyrir svokallaðan „massatúrisma“ sem fyrir þó nokkrum árum hóf innreið sína hér á landi. Það þarf ekki háþróaðar rannsóknir til að sjá hvernig komið er fyrir þjóðgarðinum á Þingvöllum t.d.. Þar hefur hinn almenni íslendingur litla ánægju lengur af að heimsækja. Skaftafell hefur svipaða sögu að segja, sem og ansi margir staðir á landinu og þá á suðurlandinu sérstaklega. Ekki þarf annað en að „googla“ setninguna „how the tourism industry is affecting national parks“ til þess að komast í vel unnar greiningar á þeirri þróun. Ferðamannaiðnaðurinn og fjöldi þeirra er ferðast á heimsvísu er svo risavaxinn tala að við erum öreind í því samhengi. Og að tala fyrir því að við séum mögulega að missa af einhverju á þeim vettvangi nema við breytum hálendinu okkar í þjóðgarð er vondur áróður. Anna Dóra fræðir okkur um að hlutverk þjóðgarðs sé „að vernda náttúru og menningarminjar annars vegar og hinsvegar að gefa fólki kost á að kynnast og njóta svæðisins“. Er ekki hægt að vernda náttúru og menningarminjar öðruvísi en undir hatti þjóðgarðs ? Eigum við ekki Umhverfisstofnun ríkissins og Minjastofnun ríkisins ? Ég veit ekki betur en að bæði verndun og útivera sé búin að eiga sér stað nú þegar í yfir hundrað ár án aðkomu þjóðgarða og ástæða þess að við getum ferðast um hálendið í dag er einmitt vegna þeirra frumkvöðla sem fyrstir ruddu brautina og bjuggu sér til í tímans rás gríðarlega mikla þekkingu og reynslu, sem var skilað áfram til næstu kynslóða. Það er mönnum í lófa lagt, ef vilji er fyrir hendi að auka eftirlit á hálendinu sem og að friða einstök svæði eða náttúruperlur þar sem mestur umgangur er án þess að kalla það þjóðgarð. Annars staðar í greininni stendur að „aðdráttarafl hálendis felist ekki síður í fámenninu og fjarveru hins manngerða. Að þjóðararfurinn liggi þar en náttúra þess sé hinsvegar viðkvæm fyrir álagi og því þurfi að fara varlega í allri umgengni við hana. Til þess að vernda hálendið þyrftu ferðamenn að dvelja sem mest í byggð og mannvirkin helst að vera á jöðrum þess“. Það er ótrúlegt að lesa þessar mótsagnir. Í einu orði er talað um nauðsyn fjölgunar ferðamanna í nafni gróða og gjaldeyris þar sem hálendisþjóðgarður leikur hetjuna. Í öðru orði er talað um að vegna þess hversu náttúran á hálendinu sé viðkvæm verði að halda ferðamönnum sem mest frá því. Hvernig ælta menn að fara að því ? Eina svarið við því eru lokanir, gjaldtaka og kvótar sem útvaldir fá að njóta. Ætla menn þá að margfalda magn ferðamanna í nafni hálendisþjóðgarðs, sem koma í þeim tilgangi að njóta fámennis og þess ómanngerða með því að byggja upp mannvirki fjarri því, svo menn fái ekki notið þess ? Við viljum fá peningana þeirra en á fölskum forsendum ? Skrifað er að í frumvarpinu „sé tekið tillit til sjónarmiða ólíkra hópa og landsmenn geti sannarlega haldið áfram að ferðast um svæðið án þess að þjóðgarðurinn hefti för“. Þessi orð eru í beinni andstöðu við það sem hún skrifar hér að ofan. Þetta er einnig í beinni andstöðu við heilu sveitarstjórnirnar sem og minjastofnun ríkisins m.a. sem aldrei fékk sæti við borðið hjá umhverfisráðherra. Anna Dóra segir einnig að „stjórnun svæðisins og uppbygging innviða verði markvissari en ella“. Með þessu er sagt að vinna allra sem koma að rekstri hálendisins að öllu eða einhverju leyti, sé ómarkviss og engan vegin ásættanleg . Þess vegna þurfi þjóðgarður að eignast landið og taka við stjórn. Þrátt fyrir þennan endalausa áróður hefur aldrei verið bent á hvaða vankanta núverandi fyrirkomulags er verið að tala um. Hvar er þessi svokalla óreiða sem svo oft er talað um ? Ég ráðlegg fólki að fletta upp orðinu „samvinna“ og reyna að skilja hvað í því orði felst. Því samvinna er akkúrat það sem búið er að eiga sér stað hjá ríki, sveitarstjórnum og einkaaðilum með góðum árangri. Slíkt fyrirkomulag felur ekki í sér yfirráð bákns sem mun seilast enn lengra ofan í nú þegar slitna skattvasa þeirra okkar sem byggja þetta land og þjónar þeim eina tilgangi að fjölga ríkisstarfsmönnum. Nú þegar eru uppi áætlanir um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum og þreifingar eru fyrir slíku á Breiðafirði. Hvar á þetta að enda ? Að stofnanavæða hálendið er óafturkræf aðgerð. Við búum á lifandi eldfjallaeyju þar sem náttúruöflin eru mjög svo lifandi. Þau lúta ekki stjórn okkar manna og munu aldrei gera sem betur fer. Hafa menn velt fyrir sér hvar við stæðum ef yfir okkur gengju náttúruhamfarir sem jafna myndu t.d. Nesjavallavirkjun og Hengilsvæðið við jörðu ? Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Sogið t.d. sem kemur úr Þingvallavatni ? Við þurfum sannarlega að vernda náttúru landsins fyrir öfgasjónarmiðum manna. Og ég met það til jafns hvort það teljast hægri- eða vinstri öfgar. Það er aldrei réttlætanlegt að mæta öfgum með öfgum. Það skaðar eingöngu möguleika komandi kynslóða sem taka eiga við og þannig vinnubrögð snúast ævinlega þegar öllu er á botninn hvolft um völd. Höfundur rekur ferðaþjónustu á barmi Ásbyrgis á norðausturlandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar