Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent