Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2021 17:30 Réttarhöldin eru afar umfangsmikil og fara fram í bænum Lamezia Terme. AP/Valeria Ferraro Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi. Málið snýst um 'Ndrangheta-mafíuna, þá valdamestu á Ítalíu, sem á höfuðstöðvar í Calabria-héraði og er talin ráðandi í kókaínverslun á meginlandinu. Hin ákærðu eru sökuð um meðal annars fjárkúgun, eiturlyfjasmygl, morð og stórfelldan þjófnað. Vegna umfangs réttarhaldanna fara þau ekki fram í hefðbundnum réttarsal heldur í breyttu úthringiveri í bænum Lamezia Terme. Samkvæmt CNN eru sakborningar settir í málmbúr og hundruðum skrifborða hefur verið komið upp fyrir álíka marga lögfræðinga og blaðamenn. Þetta eru stærstu mafíuréttarhöldin á Ítalíu frá því á níunda áratugnum og beindust þau gegn allnokkrum hópum á Sikiley. Réttarhöldin nú snúast einungis um Mancuso-fjölskylduna, eina þá valdamestu innan 'Ndrangheta-mafíunnar. Til marks um það hversu stór réttarhöldin nú eru tók það þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra verjenda. Í hópnum eru stjórnmálamenn, lögreglumenn, embættismenn og meintir meðlimir og samverkamenn mafíunnar. Þekktustu sakborningarnir eru sagðir Luigi Mancuso, höfuðpaur fjölskyldunnar, og Giancarlo Pittelli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Forza Italia. Ítalía Tengdar fréttir Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Málið snýst um 'Ndrangheta-mafíuna, þá valdamestu á Ítalíu, sem á höfuðstöðvar í Calabria-héraði og er talin ráðandi í kókaínverslun á meginlandinu. Hin ákærðu eru sökuð um meðal annars fjárkúgun, eiturlyfjasmygl, morð og stórfelldan þjófnað. Vegna umfangs réttarhaldanna fara þau ekki fram í hefðbundnum réttarsal heldur í breyttu úthringiveri í bænum Lamezia Terme. Samkvæmt CNN eru sakborningar settir í málmbúr og hundruðum skrifborða hefur verið komið upp fyrir álíka marga lögfræðinga og blaðamenn. Þetta eru stærstu mafíuréttarhöldin á Ítalíu frá því á níunda áratugnum og beindust þau gegn allnokkrum hópum á Sikiley. Réttarhöldin nú snúast einungis um Mancuso-fjölskylduna, eina þá valdamestu innan 'Ndrangheta-mafíunnar. Til marks um það hversu stór réttarhöldin nú eru tók það þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra verjenda. Í hópnum eru stjórnmálamenn, lögreglumenn, embættismenn og meintir meðlimir og samverkamenn mafíunnar. Þekktustu sakborningarnir eru sagðir Luigi Mancuso, höfuðpaur fjölskyldunnar, og Giancarlo Pittelli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Forza Italia.
Ítalía Tengdar fréttir Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36
Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent