Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2021 17:30 Réttarhöldin eru afar umfangsmikil og fara fram í bænum Lamezia Terme. AP/Valeria Ferraro Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi. Málið snýst um 'Ndrangheta-mafíuna, þá valdamestu á Ítalíu, sem á höfuðstöðvar í Calabria-héraði og er talin ráðandi í kókaínverslun á meginlandinu. Hin ákærðu eru sökuð um meðal annars fjárkúgun, eiturlyfjasmygl, morð og stórfelldan þjófnað. Vegna umfangs réttarhaldanna fara þau ekki fram í hefðbundnum réttarsal heldur í breyttu úthringiveri í bænum Lamezia Terme. Samkvæmt CNN eru sakborningar settir í málmbúr og hundruðum skrifborða hefur verið komið upp fyrir álíka marga lögfræðinga og blaðamenn. Þetta eru stærstu mafíuréttarhöldin á Ítalíu frá því á níunda áratugnum og beindust þau gegn allnokkrum hópum á Sikiley. Réttarhöldin nú snúast einungis um Mancuso-fjölskylduna, eina þá valdamestu innan 'Ndrangheta-mafíunnar. Til marks um það hversu stór réttarhöldin nú eru tók það þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra verjenda. Í hópnum eru stjórnmálamenn, lögreglumenn, embættismenn og meintir meðlimir og samverkamenn mafíunnar. Þekktustu sakborningarnir eru sagðir Luigi Mancuso, höfuðpaur fjölskyldunnar, og Giancarlo Pittelli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Forza Italia. Ítalía Tengdar fréttir Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Málið snýst um 'Ndrangheta-mafíuna, þá valdamestu á Ítalíu, sem á höfuðstöðvar í Calabria-héraði og er talin ráðandi í kókaínverslun á meginlandinu. Hin ákærðu eru sökuð um meðal annars fjárkúgun, eiturlyfjasmygl, morð og stórfelldan þjófnað. Vegna umfangs réttarhaldanna fara þau ekki fram í hefðbundnum réttarsal heldur í breyttu úthringiveri í bænum Lamezia Terme. Samkvæmt CNN eru sakborningar settir í málmbúr og hundruðum skrifborða hefur verið komið upp fyrir álíka marga lögfræðinga og blaðamenn. Þetta eru stærstu mafíuréttarhöldin á Ítalíu frá því á níunda áratugnum og beindust þau gegn allnokkrum hópum á Sikiley. Réttarhöldin nú snúast einungis um Mancuso-fjölskylduna, eina þá valdamestu innan 'Ndrangheta-mafíunnar. Til marks um það hversu stór réttarhöldin nú eru tók það þrjár klukkustundir að lesa upp nöfn allra verjenda. Í hópnum eru stjórnmálamenn, lögreglumenn, embættismenn og meintir meðlimir og samverkamenn mafíunnar. Þekktustu sakborningarnir eru sagðir Luigi Mancuso, höfuðpaur fjölskyldunnar, og Giancarlo Pittelli, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Forza Italia.
Ítalía Tengdar fréttir Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36 Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. 24. júní 2019 21:36
Bróðir uppljóstrara sem felldi meðlimi Ndrangheta mafíunnar myrtur á Sikiley Hinn 51 árs gamli Marcello Bruzzese var myrtur í heimabæ sínum Pesaro á Sikiley á jóladag. Bruzzese var bróðir uppljóstrarans Girolamo Bruzzese sem samdi við yfirvöld og veitti upplýsingar um starfsemi Ndrangheta mafíunnar sem eru ein áhrifamestu glæpasamtök heims. 26. desember 2018 16:11