Fótbolti

Simone kjörinn þjálfari ára­tugarins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diego Simeone.
Diego Simeone. vísir/getty

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, hefur verið kjörinn þjálfari áratugarins, þrátt fyrir að vinna spænsku deildina einungis einu sinni á áratugnum. Þar með hafði hann betur gegn stjórum á borð við Pep Guardiola og Zinedine Zidane.

International Federation of Football History and Statistics stóð fyrir kjörinu en Simeone hefur stýrt Atletico frá árinu 2011. Hinn fimmtugi stjóri hefur gert frábæra hluti í spænsku höfuðborginni þó titlarnir hafi ekki verið margir.

„Simeone hefur átt frábæru gengi að fagna með Atletico Madrid á þessum áratug: einn deildartitill, spænski bikarinn, ofurbikarinn á Spáni, tveir Evrópudeildartitlar og tvisvar sinnum í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu,“ stóð í umsögninni.

Simeone endaði í öðru sætinu með 152 stig en í öðru sætinu var Pep Guardiola með 144 stig. Jurgen Klopp er í þriðja sætinu með 105 stig áður en röðin kemur að Jose Mourinho. Hann er fjórði með 91 stig.

Úrslitin eru byggð á stöðu liðanna í öllum keppnum á árunum 2011 til 2020 og Simeone gæti bætt enn fleiri stigum í sarpinn. Hann er nefnilega í efsta sætinu með Atletico Madrid, eins og sakir standa í La Liga. Þeir höfðu betur gegn Sevilla í gær, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×