Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:35 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða á landamærunum vegna Covid-19. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Þórólfur hafði áður lagt til við ráðherra að val um fjórtán daga sóttkví yrði afnumið og til vara, ef það væri ekki hægt, að skylda þá sem velja slíka sóttkví til að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að heilbrigðisráðuneytið teldi ekki lagastoð fyrir þessum úrræðum. Því hefði hann lagt til leiðina um vottorðið. Sú tillaga er nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. Fjölmargir hafa greinst með virkt smit á landamærunum og sagði Þórólfur það vekja upp áhyggjur. Þótt aðgerðir á landamærum hefðu skilað árangri þá þyrfti að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins erlendis. Þá vísaði Þórólfur einnig í mikla útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis sem talið er mun meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar. Þórólfur sagði dæmi um að hlutfall smitaðra í einstaka flugvélum væri allt upp í tíu prósent. Hann sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hlutfall smitaðra á landamærum verið langt undir einu prósenti á heildina litið en nú væri það nokkuð yfir þeirri tölu. Því þyrfti að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að smit kæmist inn í landið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Þórólfur hafði áður lagt til við ráðherra að val um fjórtán daga sóttkví yrði afnumið og til vara, ef það væri ekki hægt, að skylda þá sem velja slíka sóttkví til að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að heilbrigðisráðuneytið teldi ekki lagastoð fyrir þessum úrræðum. Því hefði hann lagt til leiðina um vottorðið. Sú tillaga er nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. Fjölmargir hafa greinst með virkt smit á landamærunum og sagði Þórólfur það vekja upp áhyggjur. Þótt aðgerðir á landamærum hefðu skilað árangri þá þyrfti að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins erlendis. Þá vísaði Þórólfur einnig í mikla útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis sem talið er mun meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar. Þórólfur sagði dæmi um að hlutfall smitaðra í einstaka flugvélum væri allt upp í tíu prósent. Hann sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hlutfall smitaðra á landamærum verið langt undir einu prósenti á heildina litið en nú væri það nokkuð yfir þeirri tölu. Því þyrfti að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að smit kæmist inn í landið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira