Silja Rós frumsýnir nýtt myndband innblásið af lífinu í sóttkví Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2021 09:00 Silja Rós segir að myndbandið við Stay still sé táknrænt fyrir lífið hennar í sóttkví. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir alla spilunina sem Stay Still hefur fengið og jákvæðu viðbrögðin svo ég er ótrúlega spennt að gefa út meira efni af plötunni,“ segir söngkonan Silja. Í dag frumsýnum við myndbandið við lagið hennar Stay Still, af væntanlegri plötu. „Innblásturinn kom mikið út frá laginu sjálfu. Lagið fjallar um að hræðast kyrrðina en á sama tíma þrá að upplifa hana. Í raun fjallar myndbandið um það hvað myndi gerast ef ég væri of lengi ein heima hjá mér í leit að ró. Ég myndi enda á að vera á stöðugri hreyfingu eða reyna að finna mér eitthvað að gera hvort sem það væri að mála, dansa um íbúðina mína eða klippa á mér hárið, sem varð ansi vinsælt í sóttkvíum. Ég get alveg viðurkennt að ég endaði með „covid-klippingu“ í fyrstu bylgjunni. Ætli við höfum ekki sótt einhvern innblástur í sóttkvíar lífið.“ Klippa: Silja Rós - Stay still Fyrsta alvöru jólafríið Inga Óskarsdóttir sá um handrit og leikstjórn, Alda Valentína Rós um leikstjórn og klippingu og Róbert Magnússon sá um upptökur og grade. Björk Guðmundsdóttir leikkona og förðunarfræðingur sá um förðun og Elín Lára Reynisdóttir var stílisti myndbandsins. „Mig langaði að gera fallegt myndband sem ýtti undir viðfangsefni lagsins. Svo gaf ég Ingu, Öldu og Robba listrænt frelsi til að skapa sinn heim í kringum mína sögu. Ég er svo ánægð með útkomuna og þakklát fyrir að hafa svona hæfileikaríkt fagfólk í kringum mig.“ „Stay Still er samið um sérstakt samband mitt við kyrrð og hugarró,“ sagði Silja Rós um lagið í viðtali hér á Vísi á síðasta ári. Silja Rós segir að síðustu vikur hafi verið mjög ljúfar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef tekið mér almennilegt jólafrí og eytt sem mestum tíma í faðmi fjölskyldunnar. Ég hef samt líka nýtt tímann á meðan ég er á landinu að fínpússa plötuna mína, undirbúa útgáfur og unnið að nokkrum verkefnum sem eru í vinnslu hjá mér í tónlistar og leiklistarheiminum. Þetta eru auðvitað óljósir tímar en maður finnur bara leiðir til að vinna í kringum hlutina.“ Tónlist flæðir úr skúffunni 2020 kenndi henni að vera meira í núinu og plana ekki of langt fram í tímann, leyfa hlutunum að gerast þegar þeir eiga að gerast. „Það sem er hundrað prósent ákveðið er að 2021 mun ég gefa út fullt af nýrri tónlist sem er búin að liggja tilbúin eða langt komin seinasta árið. Þegar það var ekki hægt að gigga eins mikið einbeitti ég mér mikið af lagasmíðum og nú flæðir tónlist upp úr skúffunni. Vonandi munu verkefni sem hafa verið í biðstöðu út af Covid seinasta árið vera frumsýnd og önnur fara í tökur. Mér finnst alltaf gott að halda nokkrum boltum á lofti í einu og svo sjá hvað fær að blómstra hverja stundina. Ég hef verið búsett í Danmörku seinasta árið, en ég fylgi yfirleitt bara flæðinu og bý þar sem skemmtileg verkefni og vinnu er að fá.“ Úr myndbandinu við lagið Stay still Vonast hún einnig til að geta haldið tónleika til að fylgja eftir plötunni ef aðstæður leyfa. „Svo er stefnan að fara í tökur á stuttmynd sem ég skrifaði ásamt leikkonunum Bríeti Ósk og Helenu Hafsteins seinna á árinu, þannig það er ýmislegt í kortunum svo sjáum við bara hvað setur.“ Stundum gott að taka áhættu Silja Rós ætlar að senda frá sér nýtt lag síðar í þessum mánuði og lagið Mind Stuck on U er væntanlegt 29. janúar næstkomandi. „Mind Stuck on U er létt RnB pop lag. Slaemi og Whyrun sáu um production og Magnús Orri og Jakob Gunnars um hljóðfæraleik líkt og í Stay Still. Mind Stuck on U fjallar um allar þær ofhugsanir sem fara í gegnum hugann manns þegar maður er hægt og rólega að verða ástfanginn. Að ákveða að taka áhættuna og treysta því blint að það sem á að gerast muni gerast.“ Hún telur að flestir hafi upplifað þessar tilfinningar sem fjallað er um í texta lagsins. „Ég á mjög auðvelt með að verða ástfangin oft lent í ástarsorg, en það hefur alltaf verið þess virði að fá allavega að upplifa einhverskonar ást þótt hún sé kannski ekki langlíf. Svo á endanum finnur maður einhvern sem er þess virði að halda í sama hvað. Ég sé allavega ekki eftir því að hafa tekið áhættuna fyrir fimm árum þegar ég og kærastinn minn byrjuðum saman. Á þeim tíma vorum við búin að hittast í svona mánuð þegar við fluttum bæði erlendis, en við létum það virka og ég sé ekki eftir því í dag.“ Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í dag frumsýnum við myndbandið við lagið hennar Stay Still, af væntanlegri plötu. „Innblásturinn kom mikið út frá laginu sjálfu. Lagið fjallar um að hræðast kyrrðina en á sama tíma þrá að upplifa hana. Í raun fjallar myndbandið um það hvað myndi gerast ef ég væri of lengi ein heima hjá mér í leit að ró. Ég myndi enda á að vera á stöðugri hreyfingu eða reyna að finna mér eitthvað að gera hvort sem það væri að mála, dansa um íbúðina mína eða klippa á mér hárið, sem varð ansi vinsælt í sóttkvíum. Ég get alveg viðurkennt að ég endaði með „covid-klippingu“ í fyrstu bylgjunni. Ætli við höfum ekki sótt einhvern innblástur í sóttkvíar lífið.“ Klippa: Silja Rós - Stay still Fyrsta alvöru jólafríið Inga Óskarsdóttir sá um handrit og leikstjórn, Alda Valentína Rós um leikstjórn og klippingu og Róbert Magnússon sá um upptökur og grade. Björk Guðmundsdóttir leikkona og förðunarfræðingur sá um förðun og Elín Lára Reynisdóttir var stílisti myndbandsins. „Mig langaði að gera fallegt myndband sem ýtti undir viðfangsefni lagsins. Svo gaf ég Ingu, Öldu og Robba listrænt frelsi til að skapa sinn heim í kringum mína sögu. Ég er svo ánægð með útkomuna og þakklát fyrir að hafa svona hæfileikaríkt fagfólk í kringum mig.“ „Stay Still er samið um sérstakt samband mitt við kyrrð og hugarró,“ sagði Silja Rós um lagið í viðtali hér á Vísi á síðasta ári. Silja Rós segir að síðustu vikur hafi verið mjög ljúfar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef tekið mér almennilegt jólafrí og eytt sem mestum tíma í faðmi fjölskyldunnar. Ég hef samt líka nýtt tímann á meðan ég er á landinu að fínpússa plötuna mína, undirbúa útgáfur og unnið að nokkrum verkefnum sem eru í vinnslu hjá mér í tónlistar og leiklistarheiminum. Þetta eru auðvitað óljósir tímar en maður finnur bara leiðir til að vinna í kringum hlutina.“ Tónlist flæðir úr skúffunni 2020 kenndi henni að vera meira í núinu og plana ekki of langt fram í tímann, leyfa hlutunum að gerast þegar þeir eiga að gerast. „Það sem er hundrað prósent ákveðið er að 2021 mun ég gefa út fullt af nýrri tónlist sem er búin að liggja tilbúin eða langt komin seinasta árið. Þegar það var ekki hægt að gigga eins mikið einbeitti ég mér mikið af lagasmíðum og nú flæðir tónlist upp úr skúffunni. Vonandi munu verkefni sem hafa verið í biðstöðu út af Covid seinasta árið vera frumsýnd og önnur fara í tökur. Mér finnst alltaf gott að halda nokkrum boltum á lofti í einu og svo sjá hvað fær að blómstra hverja stundina. Ég hef verið búsett í Danmörku seinasta árið, en ég fylgi yfirleitt bara flæðinu og bý þar sem skemmtileg verkefni og vinnu er að fá.“ Úr myndbandinu við lagið Stay still Vonast hún einnig til að geta haldið tónleika til að fylgja eftir plötunni ef aðstæður leyfa. „Svo er stefnan að fara í tökur á stuttmynd sem ég skrifaði ásamt leikkonunum Bríeti Ósk og Helenu Hafsteins seinna á árinu, þannig það er ýmislegt í kortunum svo sjáum við bara hvað setur.“ Stundum gott að taka áhættu Silja Rós ætlar að senda frá sér nýtt lag síðar í þessum mánuði og lagið Mind Stuck on U er væntanlegt 29. janúar næstkomandi. „Mind Stuck on U er létt RnB pop lag. Slaemi og Whyrun sáu um production og Magnús Orri og Jakob Gunnars um hljóðfæraleik líkt og í Stay Still. Mind Stuck on U fjallar um allar þær ofhugsanir sem fara í gegnum hugann manns þegar maður er hægt og rólega að verða ástfanginn. Að ákveða að taka áhættuna og treysta því blint að það sem á að gerast muni gerast.“ Hún telur að flestir hafi upplifað þessar tilfinningar sem fjallað er um í texta lagsins. „Ég á mjög auðvelt með að verða ástfangin oft lent í ástarsorg, en það hefur alltaf verið þess virði að fá allavega að upplifa einhverskonar ást þótt hún sé kannski ekki langlíf. Svo á endanum finnur maður einhvern sem er þess virði að halda í sama hvað. Ég sé allavega ekki eftir því að hafa tekið áhættuna fyrir fimm árum þegar ég og kærastinn minn byrjuðum saman. Á þeim tíma vorum við búin að hittast í svona mánuð þegar við fluttum bæði erlendis, en við létum það virka og ég sé ekki eftir því í dag.“
Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira