Þrír kljást um að verða næsti formaður Kristilegra demókrata Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 11:27 Norbert Röttgen, Armin Laschet og Friedrich Merz vilja allir leiða Kristilega demókrata (CDU) í Þýskalandi. EPA/EFE/FILIP SINGER / POOL Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn. Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Þýskaland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD).
Þýskaland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira