Haukur Helgi frá næstu sex vikurnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 17:15 Haukur Helgi meiddist illa gegn sínum gömlu félögum. @morabancandorra Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Andorra í spænsku úrvalsdeildinni, verður frá næstu sex vikurnar eða svo. Þetta kom fram á Twitter-síðu félagsins í dag. Meiddist Haukur Helgi í leik gegn UNICS Kazan í Evrópubikarnum en það er liðið sem Haukur lék með á síðustu leiktíð. Haukur Helgi hefur lent í nokkrum óhöppum síðan hann gekk í raðir Andorra. Ásamt því að greinast með Covid-19 þá hefur hann einnig lent á meiðslalistanum og missti úr fimm vikur vegna meiðsla í september. Þess utan hefur hann verið einkar öflugur og staðið sig með prýði. COMUNICAT Haukur Palsson @haukurpalsson té un trencament complet del lligament peroneoastragalí anterior i lesio parcial del fascicle profund del deltoideo del turmell dret. El seu retorn als terrenys de joc anirà en funció de l evolució de la lesió.#ÀnimsHauk pic.twitter.com/bvkToF9fW4— MoraBancAndorra (@morabancandorra) January 15, 2021 Haukur Helgi ræddi við íþróttvef Morgunblaðsins um meiðslin sem munu halda honum frá keppni næstu sex vikurnar eða svo fyrr í dag. „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“ sagði Haukur Helgi í viðtalinu. „Ef ég hefði meiðst í desember hefði ég misst af tuttugu leikjum en nú er að komast meiri regla á þetta svo ég mun líklegast missa af fimmtán leikjum,“ bætti hann við. „Ég byrjaði tímabilið ágætlega en reif síðan í nára. Kem til baka í nokkra leiki en fæ svo Covid-19. Kem til baka og þá eru fjórtán leikir á rúmlega þrjátíu dögum. Maður gerði varla annað en að fljúga og spila án þess að ná sér almennilega á milli.“ „Erum búnir að vera í basli með meiðsli í hópnum. Þetta átti að fyrsti leikurinn síðan á undirbúningstímabilinu sem við erum allir saman. Erum búnir að vera missa menn út hér og þar en höfum ekki náð að klára jafna leiki. Þetta er búið að vera brekka en við erum enn jákvæðir,“ sagði Haukur Helgi að lokum en gengi Andorra hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið er sem stendur í 11. sæti af átján liðum í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er það komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Meiddist Haukur Helgi í leik gegn UNICS Kazan í Evrópubikarnum en það er liðið sem Haukur lék með á síðustu leiktíð. Haukur Helgi hefur lent í nokkrum óhöppum síðan hann gekk í raðir Andorra. Ásamt því að greinast með Covid-19 þá hefur hann einnig lent á meiðslalistanum og missti úr fimm vikur vegna meiðsla í september. Þess utan hefur hann verið einkar öflugur og staðið sig með prýði. COMUNICAT Haukur Palsson @haukurpalsson té un trencament complet del lligament peroneoastragalí anterior i lesio parcial del fascicle profund del deltoideo del turmell dret. El seu retorn als terrenys de joc anirà en funció de l evolució de la lesió.#ÀnimsHauk pic.twitter.com/bvkToF9fW4— MoraBancAndorra (@morabancandorra) January 15, 2021 Haukur Helgi ræddi við íþróttvef Morgunblaðsins um meiðslin sem munu halda honum frá keppni næstu sex vikurnar eða svo fyrr í dag. „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“ sagði Haukur Helgi í viðtalinu. „Ef ég hefði meiðst í desember hefði ég misst af tuttugu leikjum en nú er að komast meiri regla á þetta svo ég mun líklegast missa af fimmtán leikjum,“ bætti hann við. „Ég byrjaði tímabilið ágætlega en reif síðan í nára. Kem til baka í nokkra leiki en fæ svo Covid-19. Kem til baka og þá eru fjórtán leikir á rúmlega þrjátíu dögum. Maður gerði varla annað en að fljúga og spila án þess að ná sér almennilega á milli.“ „Erum búnir að vera í basli með meiðsli í hópnum. Þetta átti að fyrsti leikurinn síðan á undirbúningstímabilinu sem við erum allir saman. Erum búnir að vera missa menn út hér og þar en höfum ekki náð að klára jafna leiki. Þetta er búið að vera brekka en við erum enn jákvæðir,“ sagði Haukur Helgi að lokum en gengi Andorra hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið er sem stendur í 11. sæti af átján liðum í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er það komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira