Enski boltinn

E­ver­ton stað­festir að hafa ekkert borgað fyrir James

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og James í leik gegn WBA fyrr á leiktíðinni.
Gylfi og James í leik gegn WBA fyrr á leiktíðinni. Tony McArdle/Getty

Everton hefur staðfest að hafa ekki borgað krónu fyrir James Rodriguez er hann skipti til félagsins í sumar. Kólumbíumaðurinn gekk í raðir Everton í sumar eftir sex ára veru hjá Real Madrid.

Sögusagnir gengu um að Everton hafi borgað rúmlega tuttugu milljónir punda fyrir kappann í sumar en Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, hefur staðfest að svo var ekki.

„Þetta var einn skrýtnasti og furðulegasti félagaskiptagluggi í sögunni. Veiran hafði áhrif á gluggann og við enduðum með 27 leikmenn, fleiri en við ætluðum að vera með,“ sagði Brands um síðasta sumar.

„Við náðum í sex leikmenn. Keyptum Allan, Doucoure og Ben Godfrey. Við fengum James Rodriguez frítt, borguðum bætur fyrir Nkounkou og svo einn að láni án gjalds, Robin Olsen.“

Everton borgaði 65 milljónir punda fyrir leikmennina þrjá í sumar en sjö leikmenn borguðu meira en Everton fyrir leikmenn í „sumarglugganum“ sem var síðla sumars vegna kórónuveiru pásunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×