Sögusagnir gengu um að Everton hafi borgað rúmlega tuttugu milljónir punda fyrir kappann í sumar en Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, hefur staðfest að svo var ekki.
„Þetta var einn skrýtnasti og furðulegasti félagaskiptagluggi í sögunni. Veiran hafði áhrif á gluggann og við enduðum með 27 leikmenn, fleiri en við ætluðum að vera með,“ sagði Brands um síðasta sumar.
„Við náðum í sex leikmenn. Keyptum Allan, Doucoure og Ben Godfrey. Við fengum James Rodriguez frítt, borguðum bætur fyrir Nkounkou og svo einn að láni án gjalds, Robin Olsen.“
Everton borgaði 65 milljónir punda fyrir leikmennina þrjá í sumar en sjö leikmenn borguðu meira en Everton fyrir leikmenn í „sumarglugganum“ sem var síðla sumars vegna kórónuveiru pásunnar.
Everton chief Marcel Brands confirms James Rodriguez's didn't cost a penny https://t.co/Kksmp4BuqE
— Sun Sport (@SunSport) January 15, 2021