Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2021 23:30 Auglýsingar á aukahlutum fyrir vopn, til dæmis hljóðdeyfum, skotheldum vestum og byssuslíðrum, hafa verið bannaðar á Facebook í Bandaríkjunum. Getty/John Rudoff/ Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. Fyrirtækið sagði í tilkynningu að í kjölfar atburðanna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington DC, hafi það ákveðið að banna auglýsingar um sölu vopnaaukahluta í Bandaríkjunum. Það á meðal annars við byssuskápa, skotheld vesti og skotvopnaslíður. „Við bönnum nú þegar auglýsingar á vopnum, skotfærum og aukahlutum sem uppfæra vopn eins og til dæmis hljóðdeyfa. Nú munum við einnig banna auglýsingar á aukahlutum,“ sagði Facebook í tilkynningu. Þrír öldungadeildarþingmenn sendu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, bréf á föstudag þar sem þeir báðu hann um að loka fyrir auglýsingar á slíkum hlutum, sem eru greinilega hannaðir til þess að vera notaðir í vopnuðum átökum, til frambúðar. Öldungadeildarþingmennirnir, sem allir eru Demókratar, sögðu fyrirtækið verða að taka þetta og fleiri skref til þess að axla ábyrgðina sem það bera á herðum sínum. Þeir sögðu fyrirtækið þurfa að viðurkenna það að óvinir Bandaríkjanna, innan ríkisins, hafi notað vörur fyrirtækisins og vettvanginn sem það býður upp á til þess að koma ólögmætum markmiðum sínum á framfæri. Facebook lokaði í gær fyrir þann möguleika að fólk geti búið til viðburði á samfélagsmiðlinum sem fara eiga fram á stöðum eins og þinghúsinu í Washington DC og Hvíta húsinu. Þá hefur einnig verið lokað fyrir möguleikann að búa til viðburði sem fara fram í höfuðborgum ríkjanna 50. Þetta verður í gildi til og með 20. janúar. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að búið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í Washington, og öllum 50 höfuðborgum ríkjanna í Bandaríkjunum, á næstu dögum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Fyrirtækið sagði í tilkynningu að í kjölfar atburðanna þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta réðust inn í þinghúsið í Washington DC, hafi það ákveðið að banna auglýsingar um sölu vopnaaukahluta í Bandaríkjunum. Það á meðal annars við byssuskápa, skotheld vesti og skotvopnaslíður. „Við bönnum nú þegar auglýsingar á vopnum, skotfærum og aukahlutum sem uppfæra vopn eins og til dæmis hljóðdeyfa. Nú munum við einnig banna auglýsingar á aukahlutum,“ sagði Facebook í tilkynningu. Þrír öldungadeildarþingmenn sendu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, bréf á föstudag þar sem þeir báðu hann um að loka fyrir auglýsingar á slíkum hlutum, sem eru greinilega hannaðir til þess að vera notaðir í vopnuðum átökum, til frambúðar. Öldungadeildarþingmennirnir, sem allir eru Demókratar, sögðu fyrirtækið verða að taka þetta og fleiri skref til þess að axla ábyrgðina sem það bera á herðum sínum. Þeir sögðu fyrirtækið þurfa að viðurkenna það að óvinir Bandaríkjanna, innan ríkisins, hafi notað vörur fyrirtækisins og vettvanginn sem það býður upp á til þess að koma ólögmætum markmiðum sínum á framfæri. Facebook lokaði í gær fyrir þann möguleika að fólk geti búið til viðburði á samfélagsmiðlinum sem fara eiga fram á stöðum eins og þinghúsinu í Washington DC og Hvíta húsinu. Þá hefur einnig verið lokað fyrir möguleikann að búa til viðburði sem fara fram í höfuðborgum ríkjanna 50. Þetta verður í gildi til og með 20. janúar. Alríkislögreglan, FBI, hefur varað við því að búið sé að skipuleggja vopnuð mótmæli í Washington, og öllum 50 höfuðborgum ríkjanna í Bandaríkjunum, á næstu dögum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent