Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 12:06 Geimskot Blue Origin og Virgin Orbit heppnuðust en villa kom upp við tilrauna NASA. Vísir/AP/GETTY/Twitter Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. Fyrirtækin sem um ræðir heita Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, og Virgin Orbit, í eigu Richard Branson. Starfsmenn Blue Origin skutu geimfari á loft með New Shepard eldflaug sem lenti aftur á jörðu niðri að geimskotinu loknu. Um borð í geimfarinu var gínan Mannequin Skywalker en markmið fyrirtækisins er að geta skotið fólki og birgðum út í geim á ódýran máta með því að endurnýta eldflaugar. Blue Origin vinnur einnig að því að þróa lendingarfar fyrir ætlaðar tunglferðir NASA á næstu árum. New Shepard eldflaugar Blue Origin geta þó ekki farið langt út í geim. Allt að sex manns munu geta farið í einni ferð og varið um þremur til fjórum mínútum á braut um jörðu. Hér má sjá mynd sem útskýrir hvernig New Shepard geimferðirnar fara fram.BlueOrigin Skotið á fimmtudaginn var fjórtánda tilraunaflug New Shephard og vonast forsvarsmenn Blue Origin til þess að geta skotið fólki á loft í fyrsta sinn innan nokkurra mánaða. Hér að neðan má sjá útsýnið hjá Mannesquin Skywalker á fimmtudaginn og geimskotið sjálft. Stunning views from space today. #NewShepard pic.twitter.com/Q7lFPpieBs— Blue Origin (@blueorigin) January 14, 2021 Starfsmenn Virgin Orbit skutu svo sinni fyrstu eldflaug og gervihnöttum á braut um jörðu í gær. Það var gert undan ströndum Kaliforníu. Það geimskot fór þannig fram að flugvélin Cosmic Girl var notuð til að bera eldflaugina LauncherOne upp í háloftin. Eldflauginni var svo sleppt og tóku hreyflar hennar við og báru eldflaugina út í geim. Sambærileg tilraun misheppnaðist í fyrra. Með þessu fyrirkomulagi vonast forsvarsmenn Virgin Orbit til þess að geta sparað mikinn eldsneytiskostnað við geimskot. Fyrirtækið hefur gefið út að tilraunaskotið feli í sér að nú verði hægt að byrja að skjóta gervihnöttum á loft fyrir viðskiptavini Virgin Orbit. Today's sequence of events for #LaunchDemo2 went exactly to plan, from safe execution of our ground ops all the way through successful full duration burns on both engines. To say we're thrilled would be a massive understatement, but 240 characters couldn't do it justice anyway. pic.twitter.com/ZKpoi7hkGN— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) January 18, 2021 Við þetta má svo bæta að einkafyrirtækið Rocket Lab hætti við að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá Nýja Sjálandi um helgina og að einkafyrirtækið SpaceX mun skjóta gervihnöttum á braut um jörðu á morgun. Bilun kom upp við tilraun NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna gerðu fyrstu tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System, eða SLS, í Mississippi á laugardaginn. Hreyflarnir fjórir voru settir í gang og áttu að vera í gangi í um átta mínútur. Þeir stoppuðu þó eftir 67 sekúndur. Þá hafði komið upp bilun í einum hreyflinum. SLS eldflaugin er mikilvæg í Artemis verkefninu, sem snýr að því að senda geimfara til tunglsins á nýjan leik á næstu árum og koma þar upp geimstöð. Þróun eldflaugarinnar hefur þó verið mun dýrari en til stóð og tafist verulega. Eldflaugin á að vera sú öflugasta sem hefur verið smíðuð. Enn sem komið er hefur NASA veitt litlar upplýsingar um hvað kom upp á í tilrauninni um helgina. Vísindamenn stofnunarinnar, Boeing og Aerojet Rocketdyne munu fara yfir tilraunina og greina nákvæmlega hvað gerðist. Tilraunin átti ef til vill að tryggja SLS í sessi en nú er framtíð eldflaugarinnar óljós. Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Bandaríkjunum í vikunni og hingað til hefur framboð Joe Biden gefið lítið út varðandi áherslur sínar í geimferðum og rannsóknum. Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Fyrirtækin sem um ræðir heita Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, og Virgin Orbit, í eigu Richard Branson. Starfsmenn Blue Origin skutu geimfari á loft með New Shepard eldflaug sem lenti aftur á jörðu niðri að geimskotinu loknu. Um borð í geimfarinu var gínan Mannequin Skywalker en markmið fyrirtækisins er að geta skotið fólki og birgðum út í geim á ódýran máta með því að endurnýta eldflaugar. Blue Origin vinnur einnig að því að þróa lendingarfar fyrir ætlaðar tunglferðir NASA á næstu árum. New Shepard eldflaugar Blue Origin geta þó ekki farið langt út í geim. Allt að sex manns munu geta farið í einni ferð og varið um þremur til fjórum mínútum á braut um jörðu. Hér má sjá mynd sem útskýrir hvernig New Shepard geimferðirnar fara fram.BlueOrigin Skotið á fimmtudaginn var fjórtánda tilraunaflug New Shephard og vonast forsvarsmenn Blue Origin til þess að geta skotið fólki á loft í fyrsta sinn innan nokkurra mánaða. Hér að neðan má sjá útsýnið hjá Mannesquin Skywalker á fimmtudaginn og geimskotið sjálft. Stunning views from space today. #NewShepard pic.twitter.com/Q7lFPpieBs— Blue Origin (@blueorigin) January 14, 2021 Starfsmenn Virgin Orbit skutu svo sinni fyrstu eldflaug og gervihnöttum á braut um jörðu í gær. Það var gert undan ströndum Kaliforníu. Það geimskot fór þannig fram að flugvélin Cosmic Girl var notuð til að bera eldflaugina LauncherOne upp í háloftin. Eldflauginni var svo sleppt og tóku hreyflar hennar við og báru eldflaugina út í geim. Sambærileg tilraun misheppnaðist í fyrra. Með þessu fyrirkomulagi vonast forsvarsmenn Virgin Orbit til þess að geta sparað mikinn eldsneytiskostnað við geimskot. Fyrirtækið hefur gefið út að tilraunaskotið feli í sér að nú verði hægt að byrja að skjóta gervihnöttum á loft fyrir viðskiptavini Virgin Orbit. Today's sequence of events for #LaunchDemo2 went exactly to plan, from safe execution of our ground ops all the way through successful full duration burns on both engines. To say we're thrilled would be a massive understatement, but 240 characters couldn't do it justice anyway. pic.twitter.com/ZKpoi7hkGN— Virgin Orbit (@Virgin_Orbit) January 18, 2021 Við þetta má svo bæta að einkafyrirtækið Rocket Lab hætti við að skjóta gervihnöttum á braut um jörðu frá Nýja Sjálandi um helgina og að einkafyrirtækið SpaceX mun skjóta gervihnöttum á braut um jörðu á morgun. Bilun kom upp við tilraun NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna gerðu fyrstu tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System, eða SLS, í Mississippi á laugardaginn. Hreyflarnir fjórir voru settir í gang og áttu að vera í gangi í um átta mínútur. Þeir stoppuðu þó eftir 67 sekúndur. Þá hafði komið upp bilun í einum hreyflinum. SLS eldflaugin er mikilvæg í Artemis verkefninu, sem snýr að því að senda geimfara til tunglsins á nýjan leik á næstu árum og koma þar upp geimstöð. Þróun eldflaugarinnar hefur þó verið mun dýrari en til stóð og tafist verulega. Eldflaugin á að vera sú öflugasta sem hefur verið smíðuð. Enn sem komið er hefur NASA veitt litlar upplýsingar um hvað kom upp á í tilrauninni um helgina. Vísindamenn stofnunarinnar, Boeing og Aerojet Rocketdyne munu fara yfir tilraunina og greina nákvæmlega hvað gerðist. Tilraunin átti ef til vill að tryggja SLS í sessi en nú er framtíð eldflaugarinnar óljós. Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Bandaríkjunum í vikunni og hingað til hefur framboð Joe Biden gefið lítið út varðandi áherslur sínar í geimferðum og rannsóknum.
Geimurinn Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. 10. desember 2020 13:10
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59
NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11