Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 14:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis. vísir/Vilhelm Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira