Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 20:46 Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að stutt sé í endurbætur á símasambandi á Skötufirði. Samsett Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“ Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Greint hefur verið frá því að innan samfélagsins fyrir vestan fari nú fram hávær umræða um slæmt ástand innviða í Ísafjarðardjúpi í skugga banaslyssins. Fólk sem kom að slysinu þurfti að færa sig um 100 metra til að ná símasambandi og tilkynna atvikið til Neyðarlínu. „Að það sé ekki fjarskiptasamband þarna á þessum bletti – og það er víða þarna í djúpinu þar sem símasamband dettur út. Þetta er ekki nógu gott og það vantar upp á þetta öryggisatriði. Menn verða að geta komist í síma ef slys ber að höndum,“ sagði Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri á Ísafirði, í samtali við fréttastofu í dag. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í Reykjavík síðdegis að miklar endurbætur hafi verið gerðar á símasambandi á Vestfjörðum síðustu ár og frekari vinna sé fram undan. „Það sem var eftir var Skötufjörðurinn og við fengum styrk frá Fjarskiptasjóði til að bæta úr því á þessu ári og erum bara að undirbúa það núna. Það vill svo til að við erum að fara þarna í næstu viku og þá verður allt þetta svæði fulldekkað.“ Hann sagði ónákvæmt að tala um að það sé lélegt símasamband á svæðinu þar sem slysið átti sér stað en það sé slitrótt. Auðvelt verði að bæta samband í Skötufirðinum þar sem bæði sé greiður aðgangur að rafmagni og ljósleiðara. Kostnaður sé á bilinu fjórar til fimm milljónir króna. Verði aldrei fullkomið „Núna er verið að stoppa í smá gloppur eins og á Ísafjarðardjúpinu. Við reiknum með að það verði smá kaflar eftir í Seyðisfirðinum sem er þarna fyrir vestan Skötufjörð og eftir það á Ísafjarðardjúpið að vera nokkuð fulldekkað.“ Aðspurður um það hvernig staðan sé almennt á landsvísu segir Þórhallur að hún sé góð, símasamband verði þó aldrei 100%. „Ég held að það sé eiginlega ekkert land sem hægt er að bera sig saman við sem er með jafnmikla dekkun og við erum með miðað við dreifbýli. Neyðarlínan á 85 fjarskiptastaði uppi á hálendinu og á erfiðum stöðum, það er búið að reyna að gera gríðarlegt átak í þessu.“
Fjarskipti Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18 Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37 Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Viðbragðsaðilar lausir úr sóttkví Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 14:18
Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. 17. janúar 2021 10:37
Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30