Clattenburg: Hann flautaði of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:31 Sadio Mane var sloppinn einn í gegn eftir frábæra sendingu Thiago þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Getty/Andrew Powell/ Umdeildasta flautið í stórleik Liverpool og Manchester United var eflaust þegar Paul Tierney flautaði til hálfleiks þegar framherji Liverpool var að sleppa í gegnum vörn United. Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson. Enski boltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Liverpool hefur ekki gengið vel að skapa sér færi að undanförnu og því var það svekkjandi fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins þegar algjört dauðafæri var tekið af Sadio Mane í markalausa jafnteflinu á móti Manchester United á Anfield um helgina. Mark Clattenburg, fyrrum afburðardómari í ensku úrvalsdeildinni og hjá FIFA, hefur nú gefið út sinn dóm á ákvörðun fyrrum kollega síns. Former Premier League referee Mark Clattenburg has admitted play shouldn't have been stopped early, but he knows why it was... https://t.co/5uX9QWmneO— SPORTbible (@sportbible) January 19, 2021 Clattenburg tók atvikið fyrir í dómarapistli sínum í Daily Mail. Hann viðurkennir þar að dómarinn hafi flautað of snemma til hálfleiks í leik Liverpool og United. Paul Tierney bætti að minnsta kosti einni mínútu við fyrri hálfleikinn en flautaði af þegar 45:54 voru á klukkunni. Þá hafði Thiago átt frábæra sendingu inn fyrir á Sadio Mane sem var sloppinn í gegnum vörn Manchester United. Sadio Mane was onside and through on goal... and then the referee decided to blow for half time! With five seconds left on the clock... https://t.co/35h6xRynUR— SPORTbible (@sportbible) January 17, 2021 „Hann vildi enda leikinn þegar boltinn var á hlutlausum stað eins og vaninn er hjá dómurum,“ byrjaði Mark Clattenburg en hélt svo áfram: „Vandamálið var það að á sekúndubroti hafði Liverpool liðið spilað boltanum inn fyrir og Sadio Mane var sloppinn i gegn. Tierney hefði átt að bíða þar til öll uppbótarmínútan var liðin,“ skrifaði Clattenburg. „Það hjálpaði honum að Mane og varnarmaðurinn Victor Lindelof hættu þá að spila þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst. Ég vil samt ekki gagnrýna Tierney fyrir þetta atvik. Hann átti mjög góðan leik. Það er bara synd að það var ekki meiri ákefð í leiknum,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg explains what Paul Tierney should have done with early Sadio Mane whistlehttps://t.co/7FBAylq2ZL— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 18, 2021 Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi flautið eftir leikinn og sagði að leikmenn liðsins hafi ekki verið ánægðir. „Eins og þú getur ímyndað þér þá vorum við ekki sáttir við þetta,“ sagði Jordan Henderson. „Furðulegt, mjög furðulegt. Hann var sloppinn í gegn ef hann hefði ekki flautað. Það var nægur tími eftir af leiknum fyrir okkur til að skora mark en okkur skorti gæði á síðasta þriðjungnum,“ sagði Henderson.
Enski boltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira