Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:32 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira