Fær ekki skilnað frá eiginmanninum sem gufaði upp Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 19. janúar 2021 14:55 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir í febrúar. Vísir/Vilhelm Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu. Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn. Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn.
Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira