Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektarmyndir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 18:18 Ævar Pálmi Pálmason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga. Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira