Ósammála um refsingu fyrir að afneita Helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 20:52 Rósa Björk og Helgi Hrafn eru sammála um vandamálið, en ekki um lausnina. vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Rósa Björk segist telja þörf á frumvarpinu vegna þróunar mála erlendis. „Við höfum séð ógnvænlega þróun eiga sér stað síðastliðin tvö ár í Evrópu, þar sem hatursglæpum hefur fjölgað á ógnarhraða. Byggðum á gyðingaandúð og hatursorðræðu í garð trúar- og minnihlutahópa,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá ástæðu þess að hún, ásamt öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarpið séu atburðirnir sem áttu sér stað í höfuðborg Bandaríkjanna þann 6. janúar. „Þegar hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í bandaríska þinghúsið, hvar margir þeirra voru með gyðingaandúðarmerki og boli með upphafningu á sér, merktir þessum áróðri,“ segir Rósa Björk. Sammála um markmiðið en ekki aðferðina Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir áhyggjur Rósu Bjarkar af vandamálinu sem gyðingaandúð er. Hann telur hins vegar að bann við afneitun Helfararinnar sé ekki lausnin. „Vandamálið sem Rósa Björk talar um er mjög raunverulegt. Það er uppgangur nýfasisma í gangi og við eigum að taka það alvarlega og fara að horfast í augu við það. Það er eitt af mikilvægustu málum nútímans. Áhyggjur mínar þegar kemur að frumvarpi þessu, og sambærilegum lögum, er að það sé vatn á myllu nýfasistanna sjálfra,“ segir Helgi Hrafn. Hann óttist að lögin geti snúist í höndunum á þeim sem vilja berjast gegn uppgangi nýfasisma og nýnasisma. Helgi telur að með setningu slíkra laga verði auðveldara fyrir nýfasista að selja málstað sinn og stunda nýliðun, og réttlæta málstað sinn, sem Helgi segir fáránlegan og ógeðslegan. „Við erum alveg sammála um markmiðið og vissulega vandamálið. En það skiptir máli hvernig er barist gegn nýfasismanum og ég tel þetta einfaldlega vera mistök, að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 19. janúar 2021 15:51