Segir að það sé mikill munur á því að vera liðsfélagi Ronaldo eða Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:01 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í leik Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/David Ramos Brasilíumaðurinn Arthur er einn af þeim sem þekkir það að spila við hlið bæði Lionel Mess og Cristiano Ronaldo. Hann segist núna hafa breytt um skoðun á því hvor sé betri. Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Arthur fór á milli Barcelona og Juventus í sumar. Hann hafði spilað við hlið Lionel Messi hjá Barcelona í tvö tímabil en er nú búinn með hálft tímabil við hlið Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Arthur er auðvitað ekki sá fyrsti sem þekkir það á eigin skinni að spila með Messi og Ronaldo en hann var tilbúinn að útskýra muninn á þeim í viðtali við Desimpedidos. „Cristiano Ronaldo tjáir sig meira en Messi og hann er í góðu sambandi við alla í búningsklefanum,“ sagði Arthur. "Cristiano Ronaldo expresses himself more than Messi and he gets on with everyone in the dressing room" https://t.co/RfJ6kWYkU4— SPORTbible (@sportbible) January 21, 2021 „Hann er mjög virkur í klefanum. Hann talar við alla og nær góðum tengslum við alla,“ útskýrði Arthur betur. „Hver og einn hefur sínar eigin leiðir til að leiða sitt lið. Messi lætur verkin tala inn á vellinum. Hann sýnir það þegar hann fær boltann og með vilja sínum til að vinna leiki. Allir liðsfélagar hans sjá það,“ sagði Arthur. En hvor þeirra er betri? „Ég myndi velja Cristiano enda erum við liðsfélagar,“ sagði Arthur sem hafði hingað til sett Messi í fyrsta sæti. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefur haft mikil áhrif á hann með fagmennsku sinni og metnaði. „Við erum ekki það nánir að ég fari heim til Cristiano í kaffispjall en það er mjög gott á milli okkar,“ sagði Arthur. „Cristiano klikkar aldrei ef einhver liðsfélagi hans þarf á honum að halda. Hann æfir eins og skepna, þekkir það ekki hvenær á að hvíla sig og hvetur þig til að gefa allt þitt. Hann er líka alltaf að segja mér hvað ég eigi að borða því hann hugsar um öll smáatriði,“ sagði Arthur.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira