Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:58 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands vegna lagnarinnar sem rofnaði í nótt. Vísir/Egill Arndís Ósk Ólafsdóttir, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka. Veitur séu tryggðar hjá VÍS og með ábyrgðartryggingu á þeim tjónum sem þær bera ábyrgð á. Arndís segir það tryggingafélagsins að skoða hvort tryggingar Veitna grípi það tjón sem varð í HÍ en hafin sé vinna við rótarorsakagreiningu málsins. Sú vinna sé mikilvæg meðal annars vegna tryggingamála. Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem lögnin rofnaði. Það tók starfsfólk Veitna um 75 mínútur að loka fyrir lekann en á þeim tíma runnu 2.250 tonn af vatni út. Arndís segir að verið sé að skoða hvað gerðist. Allir vinklar verði kannaðir og ekkert útilokað í þeim efnum. „Við erum aðeins að skoða hvað kom til. Það sem við vitum er að þetta er gömul lögn sem við erum að endurnýja og að það eru framkvæmdir á staðnum en það verður gerð rótarorsakagreining á þessu og við erum að vinna í henni,“ segir Arndís. Starfsfólk Veitna sá það strax í stjórnstöð þegar það varð þrýstifall í nótt. „Korteri seinna þegar lögreglan hafði samband við okkur þá vorum við búin að staðsetja lekann og kalla út mannskap. Þetta er stór stofnlögn og það tekur tíma en ég er mjög ánægð með viðbrögð hjá okkar fólki. […] Þetta eru nokkrir stórir lokar sem þarf að loka fyrir og það er ekki eins og á krana, það tekur tíma,“ segir Arndís. Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Veitur séu tryggðar hjá VÍS og með ábyrgðartryggingu á þeim tjónum sem þær bera ábyrgð á. Arndís segir það tryggingafélagsins að skoða hvort tryggingar Veitna grípi það tjón sem varð í HÍ en hafin sé vinna við rótarorsakagreiningu málsins. Sú vinna sé mikilvæg meðal annars vegna tryggingamála. Það var rétt fyrir klukkan eitt í nótt sem lögnin rofnaði. Það tók starfsfólk Veitna um 75 mínútur að loka fyrir lekann en á þeim tíma runnu 2.250 tonn af vatni út. Arndís segir að verið sé að skoða hvað gerðist. Allir vinklar verði kannaðir og ekkert útilokað í þeim efnum. „Við erum aðeins að skoða hvað kom til. Það sem við vitum er að þetta er gömul lögn sem við erum að endurnýja og að það eru framkvæmdir á staðnum en það verður gerð rótarorsakagreining á þessu og við erum að vinna í henni,“ segir Arndís. Starfsfólk Veitna sá það strax í stjórnstöð þegar það varð þrýstifall í nótt. „Korteri seinna þegar lögreglan hafði samband við okkur þá vorum við búin að staðsetja lekann og kalla út mannskap. Þetta er stór stofnlögn og það tekur tíma en ég er mjög ánægð með viðbrögð hjá okkar fólki. […] Þetta eru nokkrir stórir lokar sem þarf að loka fyrir og það er ekki eins og á krana, það tekur tíma,“ segir Arndís.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira