Þetta var ákveðið eftir stöðufund með heimamönnum á Siglufirði, Veðurstofunni og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar hófu athugun á svæðinu strax við birtingu. Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að enn sem komið er sé ekki vitað af neinum flóðum síðan í gær en staðan verður skoðuð og metin í allan dag og þá notast við dróna til að ná betri yfirsýn.
Fyrirhugað er að halda næsta stöðufund kl. 16:00 í dag með sömu aðilum og endurmeta stöðuna. Tilkynning verður send í kjölfar fundarins.