Biden gefur í gegn veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 15:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira