Strandir og Norðurland vestra: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Norðurland eystra: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Austurland að Glettingi: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Austfirðir: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, einkum norðan til. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Enn er hættustig í gildi á Siglufirði vegna snjóflóðahættu og rýming enn í gildi í þeim níu húsum sem rýmd voru fyrr í vikunni. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi annars staðar á Norðurlandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur ekki frést af því að flóð hafi fallið í gærkvöldi eða í nótt en vegna versnandi veðurs og hríðarinnar sem varað er við er ekki búist við því að snjóflóðahættan minnki í dag eða á morgun. Staðan verður þó endurmetin síðar í dag.
Veðurhorfur á landinu:
Norðan 8-15 m/s og 10-18 síðdegis, en sums staðar hvassari vindstrengir syðra. Él eða snjókoma á norðanverðu landinu, en bjart sunnan heiða.
Heldur hvassari á morgun. Samfeld snjókoma NA- og A-lands, þurrt að kalla um landið S-vert, en annars él. Frost 1 til 6 stig, en allvíða frostlaust syðst og austast.
Á laugardag:
Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða éljagangur, hvassast við SA-ströndina, en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.
Á sunnudag:
Norðan 8-15 m/s og él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 1 til 8 stig, minnst syðst.
Á mánudag:
Norðankaldi og víða dálítil él, en austlægari syðst og líkur á snjókomu þar. Harðnandi frost.