Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 16:01 Jón Baldvin Hannibalsson mætti í Silfrið hjá Ríkisútvarpinu á sínum tíma og svaraði fyrir ásakanir kvenna um að hann hefði beitt þær kynferðisofbeldi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15