Íbúinn útskrifaður af slysadeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:48 Eldur kom upp í einbýlishúsi í Kaldaseli Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum. Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum.
Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55