Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 21:46 Málið hefur verið gríðarlega umdeilt í Danmörku síðan ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir. AP Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira